Goðasteinn - 01.09.2009, Side 76
Goðasteinn 2009
kunnugt urn fjárhagi Þóris, »en því að mannamunur mun þykja mikill, þá vil
ég ráða fyrir máldaga.« Síðan tókust ráð þessi með þeim máldaga, að
Þorlaug hafði að heiman þrjá tugi hundraða. Og var það þó mál manna, að
Þórir legði fram í gjöfum við Pál og staðinn í Reykjaholti eigi minna fé en
hún hafði heirnan. En eftir samlag þeirra þá skyldi hálft fé eiga hvort við
annað, fengið og ófengið. Og eftir þennan ráðahag bjuggu þau í Tungu sjö
vetur eða átta. Þau áttu börn og önduðust öll.
En eftir það beiddist Þorlaug að fara af landi brott og kveðst hafa heitið
Rómferð í vanmætti sínum. En Þórir kvað það ekki ráðlegt að skiljast við
svo mikil hægendi og kvaðst ófúss vera ráðabreytni. En hún bað hann mjög,
og fyrir ástar sakir við hana þá lét hann leiðast og var þó tregur til. Hann
seldi fjárvarðveizlu sína í hendur Páli presti ... rneðan þau væri utan, og
voru það fjögur hundruð hundraða.
Þórir kom af hafi norður við Þrándheim og var þar um veturinn. Og um
sumarið eftir fóru þau suður til Björgynjar og voru þar annan vetur. Og þar
ól Þorlaug svein þann, er Björn hét. Og eftir um sumarið bjuggust þau til
suðurferðar og seldu sveininn til fósturs að Mjólkurá. Það var skammt frá
bænum. Síðan fóru þau til Róms, og kom hvorugt þeirra aftur. En um
sumarið eftir andaðist sveinninn Björn nær Seljumannamessu.
Jón hét prestur íslenzkur. Hann var Þórhallsson, réttorður maður og
breiðfirzkur að ætt. Hann hafði þennan vetur verið í suðurgöngu. Hann sagði
svo frá, að Þórir prestur hinn auðgi andaðist í Lukkuborg föstudag í
ymbrudögum á langaföstu, en Þorlaug hafði fram haldið ferðinni til
Rómaborgar, og hafði hann hitt hana á veginum, er hann fór sunnan, og var
það eftir páska og var þá snauð og nokkuð sjúk. Þórir kráka hét maður
norrænn, er þá var á suðurvegum. Hann kvaðst hitt hafa Þorlaugu um
sumarið eftir andlát Þóris nærri Máríumessu.“ [15. ágúst 1177] „... er þau
tíðindi komu til Nóregs [1178], var Þorlákur biskup [Þórhallsson] konrinn
frá vígslu til skips og fór það sumar til íslands og sagði þessi tíðindi út. Þá
sagði Páll prestur Sölvason eftir sögu Þóris kráku um misdauða þeiiTa, að
Þórir hafði fyrst andazt, en því næst sveinninn. Segir hann, að þá væri
Þorlaug arfi hans og sonar síns. En hann kvaðst vera hennar arfi. Og tók
hann allt féð undir sig. (Sturlu saga)
Samkvæmt framansögðu mun Þórir Þorsteinsson hafði látizt í Lucca í Toscana
18. marz 1177. Þorlaug mun hafa dáið um miðjan ágúst 1177 á leiðinni suður frá
Lucca. Björn sonur þeirra hjóna dó á undan móður sinni (8. júlí 1177) og varð af
því frægt erfðamál sem kennt er við Deildartungu.
Aðrir sem fóru til Rómar á tólftu öld voru Sigmundur Þorgilsson um 1118,
74