Goðasteinn - 01.09.2009, Page 78
Goðasteinn 2009
Niðarósi. í Páls sögu segir að Páll hafi farið utan sama sumarið sem hann var til
biskups kosinn og var þá djákn að vígslum. Dvaldi hann í Kaupangri í Niðarósi en
Sverrir konungur var austur í Vík (Osló) en fór þaðan í Upplönd. Eftir jól fór Páll
norðan úr Kaupangri á fund konungs með sínu föruneyti og var þá með honum
fjöldi konungsmanna. Þeir Páll biskupsefni og Sverrir konungur voru fjór-
menningar. Tók konungur svo vel við Páli sem sonur hans eða bróðir væri til
handa honum kominn og gerði svo mikla tign hans og virðingu sem hann myndi
sjálfur kjósa eða hans vinir. Þórir biskup vígði Pál til prests í Hamarkaupangri 25.
febrúar 1195 og fór Páll samdægurs aftur til konungs og dvaldi hjá honum unz
hann fór til Danmerkur að fá biskupsvígslu. Konungur fékk honum alla hluti, þá
er hann þóttist hafa þörf fyrir er hann færi úr landi. Páll kom til Lundar á páskadag
á fund Absalons erkibiskups.
I Páls sögu biskups segir: „Var hann síðan með erkibiskupi páskavikuna ... og
var þá þegar ráðin vígsla hans, af því gátu brátt reynt það, hver skörungur hann
var bæði að lærdómi og viturleik og atgervi.“ Ekki hefir það spillt fyrir, „ ... að
Knútur Valdimarsson lagði þau orð til, að hans ferð skyldi flýta eftir því, sem
honum gegndi bezt og þeim mönnum, sem hann skyldi byskup yfir vera ...“
Knútur sjötti (konungur Dana 1182-1202) var sonur Valdimars fyrsta (hins
mikla), sem var konungur 1157-1182. Síðan segir í Páls sögu biskups:
Absalon erkibyskup vígði Pál til byskups ... [23. apríl 1195] ... að ráði
Eiríks erkibyskups, er eigi hafði þá sjálfur sýn til að vígja hann. Voru
byskupar við vígslu Páls byskups Eiríkur erkibyskup og Pétur byskup af
Róiskeldu.
Athyglivert er að Eiríkur erkibiskup ívarsson vígði Guðmund hinn góða
Arason biskup til Hólastiftis 13. apríl 1203 í Niðarósi en Sverrir konungur dó árið
1202.
I Páls sögu byskups segir: „Páll fór síðan út til Islands hið sama sumar sem
hann hafði verið vígður til byskups, og kom hann í Eyjafjörð, og veitti hann þá
þegar dýrlega veizlu Brandi biskupi ...“ og í Prestssögu Guðmundar góða segir:
„En eftir Ólafsmessu kom skip út á Gásum, og var þar á Páll biskup. Þá reið
Brandur biskup á Grund, og fundust þeir Páll biskup þar ..." Voru þeir biskup-
arnir mjög samstíga í stjórn kirkjunnar og ekkert kemur fram í sögunum um
vandræði af neinu tagi. Eigi að síður gera þeir út sendimann til páfa, Erlend ábóta,
sem fyrr var nefndur. Hann varð skipreika á leiðinni og glötuðust þá bréf
biskupanna og verður því að ráða erindið af því sem fram kemur í bréfi Innocents
páfa III sem Erlendur hafði með sér heim.
I bréfum dagsettum 6. október 1198 til konunga Danmerkur og Svíþjóðar, svo
og Birgis jarls (Illustri Regi Dacorum), hvetur Innocent páfi III þá til þess að
76