Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 78

Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 78
Goðasteinn 2009 Niðarósi. í Páls sögu segir að Páll hafi farið utan sama sumarið sem hann var til biskups kosinn og var þá djákn að vígslum. Dvaldi hann í Kaupangri í Niðarósi en Sverrir konungur var austur í Vík (Osló) en fór þaðan í Upplönd. Eftir jól fór Páll norðan úr Kaupangri á fund konungs með sínu föruneyti og var þá með honum fjöldi konungsmanna. Þeir Páll biskupsefni og Sverrir konungur voru fjór- menningar. Tók konungur svo vel við Páli sem sonur hans eða bróðir væri til handa honum kominn og gerði svo mikla tign hans og virðingu sem hann myndi sjálfur kjósa eða hans vinir. Þórir biskup vígði Pál til prests í Hamarkaupangri 25. febrúar 1195 og fór Páll samdægurs aftur til konungs og dvaldi hjá honum unz hann fór til Danmerkur að fá biskupsvígslu. Konungur fékk honum alla hluti, þá er hann þóttist hafa þörf fyrir er hann færi úr landi. Páll kom til Lundar á páskadag á fund Absalons erkibiskups. I Páls sögu biskups segir: „Var hann síðan með erkibiskupi páskavikuna ... og var þá þegar ráðin vígsla hans, af því gátu brátt reynt það, hver skörungur hann var bæði að lærdómi og viturleik og atgervi.“ Ekki hefir það spillt fyrir, „ ... að Knútur Valdimarsson lagði þau orð til, að hans ferð skyldi flýta eftir því, sem honum gegndi bezt og þeim mönnum, sem hann skyldi byskup yfir vera ...“ Knútur sjötti (konungur Dana 1182-1202) var sonur Valdimars fyrsta (hins mikla), sem var konungur 1157-1182. Síðan segir í Páls sögu biskups: Absalon erkibyskup vígði Pál til byskups ... [23. apríl 1195] ... að ráði Eiríks erkibyskups, er eigi hafði þá sjálfur sýn til að vígja hann. Voru byskupar við vígslu Páls byskups Eiríkur erkibyskup og Pétur byskup af Róiskeldu. Athyglivert er að Eiríkur erkibiskup ívarsson vígði Guðmund hinn góða Arason biskup til Hólastiftis 13. apríl 1203 í Niðarósi en Sverrir konungur dó árið 1202. I Páls sögu byskups segir: „Páll fór síðan út til Islands hið sama sumar sem hann hafði verið vígður til byskups, og kom hann í Eyjafjörð, og veitti hann þá þegar dýrlega veizlu Brandi biskupi ...“ og í Prestssögu Guðmundar góða segir: „En eftir Ólafsmessu kom skip út á Gásum, og var þar á Páll biskup. Þá reið Brandur biskup á Grund, og fundust þeir Páll biskup þar ..." Voru þeir biskup- arnir mjög samstíga í stjórn kirkjunnar og ekkert kemur fram í sögunum um vandræði af neinu tagi. Eigi að síður gera þeir út sendimann til páfa, Erlend ábóta, sem fyrr var nefndur. Hann varð skipreika á leiðinni og glötuðust þá bréf biskupanna og verður því að ráða erindið af því sem fram kemur í bréfi Innocents páfa III sem Erlendur hafði með sér heim. I bréfum dagsettum 6. október 1198 til konunga Danmerkur og Svíþjóðar, svo og Birgis jarls (Illustri Regi Dacorum), hvetur Innocent páfi III þá til þess að 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.