Goðasteinn - 01.09.2009, Page 88

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 88
Goðasteinn 2009 Um Jakobsmessu [25. júlí 1241] „andaðist Hallveig Ormsdóttir í Reykjaholti, og þótti Snorra það mikill skaði, sem honum var.“ Hallveig var áður gift Birni Þorvaldssyni, hálfbróður Gisurar Þorvaldssonar, en faðir hennar var albróðir Páls biskups. Synir hennar og Björns voru Klængur og Ormur. „Þá er þeir bræður ... spurðu andlát móður sinnar, riðu þeir vestur í Reykjaholt með sveit manna. ... En er þeir töluðu um fjárskipti, þótti sinn veg hvorum. Þóttust þeir eiga fé allt að helmingi, en Snorri kallaði Bláskógaheiði ráða eiga, kvað og Bersastaði af sinni eigu keypta. Hann vildi eigi til skipta leggja, Reykjaholt og Stafaholt. En þeir skiptu gripum og bókum, en um lönd varð ekki greitt, og þótti mjög sinn veg hvorum. Riðu þeir bræður í brott, og lögðu eftir gripina í Bæ. Þeir fundu Gizur, er þeir komu suður, og kvað hann það ófallið, að þeir hefðu eigi rétt skipti við Snorra, kveðst þar til vilja veita þeim sinn styrk. (íslendinga saga) Sumarið 1241 hittust þeir Kolbeinn ungi og Gizurr „á Kili og gerðu ráð sín, þau er síðan komu fram. ... Þá er Gizurr kom af Kili, stefndi hann mönnum að sér. Voru þar fyrir þeir bræður Klængur og Ormur, Loftur biskupsson, Arni óreiða. Hélt hann þá upp bréfum þeim, er þeir Eyvindur og Arni höfðu út haft. Var þar á, að Gizurr skyldi Snonu láta utan fara, hvort sem honum þætti Ijúft eða leitt, eða drepa hann að öðrum kosti fyrir það, að hann hafði farið út í banni konungs. Kallaði Hákon konungur landráðamann við sig. Sagði Gizurr, að hann vildi með engu móti vilja brjóta bréf konungs, en kvaðst vita, að Snom myndi eigi ónauðugur utan fara. Kveðst Gizurr þá vildu til fara og taka Snorra. ... Gizurr kom í Reykjaholt nóttina eftir Mauritíusmessu [23. september 1241]“ (Islendinga saga) Meðal þeirra sem unnu á Snorra var Arni beiskur, Símon knútur og Þorsteinn Guðnason. Árni beiskur fór með Gizuri Þorvaldssyni til Rómar 1247 og var síðan höggvinn í Fluguinýrarbrennu 1253. Tumi Sighvatsson hinn yngri, bróðir Sturlu, fór síðar að félögum hans á Úlfljótsvatni. Var Símon leiddur út og höggvinn en Þorsteini var eignað banasár Snorra og var höndin því höggvin af honum eins og segir frá í Þórðar sögu kakala. Sumarið eftir víg Snorra var fundur lagður við Hvítárbrú. Þar sveikst Kolbeinn ungi að þeim Sturlu Þórðarsyni og Órækju Snorrasyni. Sturlu var sleppt en Órækja var þvingaður til að fara úr landi. Þetta sama sumar kom út Þórður kakali Sighvatsson og safnaði liði gegn Kolbeini og naut þar stuðnings Vestfirðinga. Sjóorrustan milli Þórðar kakala og Kolbeins unga, Flóabardagi, var háð 25. júní 1244 og árið eftir dó Kolbeinn ungi Arnórsson af bringumeini því er hann hlaut 1238. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.