Goðasteinn - 01.09.2009, Síða 88
Goðasteinn 2009
Um Jakobsmessu [25. júlí 1241] „andaðist Hallveig Ormsdóttir í Reykjaholti,
og þótti Snorra það mikill skaði, sem honum var.“ Hallveig var áður gift Birni
Þorvaldssyni, hálfbróður Gisurar Þorvaldssonar, en faðir hennar var albróðir Páls
biskups. Synir hennar og Björns voru Klængur og Ormur.
„Þá er þeir bræður ... spurðu andlát móður sinnar, riðu þeir vestur í
Reykjaholt með sveit manna. ... En er þeir töluðu um fjárskipti, þótti sinn
veg hvorum. Þóttust þeir eiga fé allt að helmingi, en Snorri kallaði
Bláskógaheiði ráða eiga, kvað og Bersastaði af sinni eigu keypta. Hann
vildi eigi til skipta leggja, Reykjaholt og Stafaholt. En þeir skiptu gripum og
bókum, en um lönd varð ekki greitt, og þótti mjög sinn veg hvorum. Riðu
þeir bræður í brott, og lögðu eftir gripina í Bæ. Þeir fundu Gizur, er þeir
komu suður, og kvað hann það ófallið, að þeir hefðu eigi rétt skipti við
Snorra, kveðst þar til vilja veita þeim sinn styrk. (íslendinga saga)
Sumarið 1241 hittust þeir Kolbeinn ungi og Gizurr „á Kili og gerðu ráð sín,
þau er síðan komu fram. ... Þá er Gizurr kom af Kili, stefndi hann mönnum að
sér. Voru þar fyrir þeir bræður Klængur og Ormur, Loftur biskupsson, Arni
óreiða. Hélt hann þá upp bréfum þeim, er þeir Eyvindur og Arni höfðu út haft. Var
þar á, að Gizurr skyldi Snonu láta utan fara, hvort sem honum þætti Ijúft eða leitt,
eða drepa hann að öðrum kosti fyrir það, að hann hafði farið út í banni konungs.
Kallaði Hákon konungur landráðamann við sig. Sagði Gizurr, að hann vildi með
engu móti vilja brjóta bréf konungs, en kvaðst vita, að Snom myndi eigi
ónauðugur utan fara. Kveðst Gizurr þá vildu til fara og taka Snorra. ... Gizurr
kom í Reykjaholt nóttina eftir Mauritíusmessu [23. september 1241]“ (Islendinga
saga)
Meðal þeirra sem unnu á Snorra var Arni beiskur, Símon knútur og Þorsteinn
Guðnason. Árni beiskur fór með Gizuri Þorvaldssyni til Rómar 1247 og var síðan
höggvinn í Fluguinýrarbrennu 1253. Tumi Sighvatsson hinn yngri, bróðir Sturlu,
fór síðar að félögum hans á Úlfljótsvatni. Var Símon leiddur út og höggvinn en
Þorsteini var eignað banasár Snorra og var höndin því höggvin af honum eins og
segir frá í Þórðar sögu kakala.
Sumarið eftir víg Snorra var fundur lagður við Hvítárbrú. Þar sveikst Kolbeinn
ungi að þeim Sturlu Þórðarsyni og Órækju Snorrasyni. Sturlu var sleppt en
Órækja var þvingaður til að fara úr landi. Þetta sama sumar kom út Þórður kakali
Sighvatsson og safnaði liði gegn Kolbeini og naut þar stuðnings Vestfirðinga.
Sjóorrustan milli Þórðar kakala og Kolbeins unga, Flóabardagi, var háð 25.
júní 1244 og árið eftir dó Kolbeinn ungi Arnórsson af bringumeini því er hann
hlaut 1238.
86