Goðasteinn - 01.09.2009, Side 89

Goðasteinn - 01.09.2009, Side 89
Goðasteinn 2009 Endalok þjóðveldisins Fyrir andlát sitt gerði Kolbeinn „ráðstöfun, að sent var vestur til Þórðar, og voru honum þá boðnar sættir og gefnar upp við hann allar sveitir fyrir norðan Yxna- dalsheiði og öll hans föðurleifð, en Brandur Kolbeinsson,“ [sonur Kolbeins kaldaljóss Arnórssonar, Kolbeinssonar af ætt Ásbirninga], „fékk öll héruð vestan Yxnadalsheiðar og til Hrútafjarðar, það er Skagafjörð allan og alla Húnavatns sýslu, og var þá enn ítrekað samband þeirra Gizurar Þorvaldssonar. ... Þá fór Þórður kakali norður, og settist á Grund í Eyjafirði, en Brandur Þorsteinsson bjó á Stað í Reyninesi. Um haustið 1245 byrjuðu fylgdarmenn Brands, sem áður höfðu verið með Kolbeini unga, að flimta og fara með danzagjörð til spotts við Þórð kakala og hans menn. og þó Brandur bannaði þeim, þá dugði það ekki, en Þórður var ekki sá, sem þyldi slíkt til lcngdar [og] var fullkominn fjandskapur og tortryggni komin milli þeirra ... á miðjum vetri ... varð Þórður fljótari til og fór á hendur Brandi snemma um vorið með flokk, varð þá Haugsness bardagi og hafði Þórður sigur, en Brandur Kolbeinsson flýði og var drepinn á flóttanum ... Eftir þennan bardaga hafði Þórður vald á öllu því ríki, sem Kolbeinn hafði áður, allt suður að Borgarfirði. Þegar kom fram á sumarið safnaði Gizur liði og fór norður í Skagafjörð, lá þar við bardaga enn á ný, en þá sættust þeir Gizur og Þórður á það, að þeir skyldu báðir fara utan, og skyldi Hákon konúngur gjöra út um mál þeirra við þá menn er hann vildi við hafa. Sú sætt færði Islendinga einu feti nær frelsistjóni sínu, og var undarlegt að íslendingar skyldi ekki sjá það þegar, að konúngur mundi hafa sömu aðferð og refurinn, sem tjaldarnir fengi til að skipta fangi með sér. í þetta sinn hafði Þórður reyndar einskonar sigur í gjörð konúngs, að þegar hann kom út vorið 1247 var hann »skipaður yfir allt land til forráða« ... en að fám árum liðnum komst Þórður að þeirri raun, að hann var kominn í netið, og þótti konúngi þá Gizur betra verkfæri til að þjóna vilja sínum.“ (Islenzkt fornbréfasafn) Gizurr var þá eftir í Noregi og undi lítt sínum hluta. Var honum féskortur mikill, en uggði nú um frændur sína og vini að Þórður myndi þeim þeim harður í horn að taka. Réð Gizurrr það af, að hann fór af landi brott og gekk suður til Róms. Broddi Þorleifsson var þá utan og fóru þeir Gizunn báðir samt út til páfa og þeir nokkurir menn saman. Þá var Innocentíus páfi [IV] í Róma. Gizurr fékk þar lausn allra sinna mála. (Islendinga saga) Eftir þetta var Þórður kakali alvaldur á íslandi til 1250. Það ár var hann kallaður fyrir konung þar sem Heinrekur Kársson Hólabiskup taldi að Þórður 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.