Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 89
Goðasteinn 2009
Endalok þjóðveldisins
Fyrir andlát sitt gerði Kolbeinn „ráðstöfun, að sent var vestur til Þórðar, og voru
honum þá boðnar sættir og gefnar upp við hann allar sveitir fyrir norðan Yxna-
dalsheiði og öll hans föðurleifð, en Brandur Kolbeinsson,“ [sonur Kolbeins
kaldaljóss Arnórssonar, Kolbeinssonar af ætt Ásbirninga], „fékk öll héruð vestan
Yxnadalsheiðar og til Hrútafjarðar, það er Skagafjörð allan og alla Húnavatns
sýslu, og var þá enn ítrekað samband þeirra Gizurar Þorvaldssonar. ... Þá fór
Þórður kakali norður, og settist á Grund í Eyjafirði, en Brandur Þorsteinsson bjó á
Stað í Reyninesi.
Um haustið 1245 byrjuðu fylgdarmenn Brands, sem áður höfðu verið með
Kolbeini unga, að flimta og fara með danzagjörð til spotts við Þórð kakala og hans
menn. og þó Brandur bannaði þeim, þá dugði það ekki, en Þórður var ekki sá, sem
þyldi slíkt til lcngdar [og] var fullkominn fjandskapur og tortryggni komin milli
þeirra ... á miðjum vetri ... varð Þórður fljótari til og fór á hendur Brandi snemma
um vorið með flokk, varð þá Haugsness bardagi og hafði Þórður sigur, en Brandur
Kolbeinsson flýði og var drepinn á flóttanum ...
Eftir þennan bardaga hafði Þórður vald á öllu því ríki, sem Kolbeinn hafði
áður, allt suður að Borgarfirði. Þegar kom fram á sumarið safnaði Gizur liði og fór
norður í Skagafjörð, lá þar við bardaga enn á ný, en þá sættust þeir Gizur og
Þórður á það, að þeir skyldu báðir fara utan, og skyldi Hákon konúngur gjöra út
um mál þeirra við þá menn er hann vildi við hafa. Sú sætt færði Islendinga einu
feti nær frelsistjóni sínu, og var undarlegt að íslendingar skyldi ekki sjá það þegar,
að konúngur mundi hafa sömu aðferð og refurinn, sem tjaldarnir fengi til að skipta
fangi með sér. í þetta sinn hafði Þórður reyndar einskonar sigur í gjörð konúngs,
að þegar hann kom út vorið 1247 var hann »skipaður yfir allt land til forráða« ...
en að fám árum liðnum komst Þórður að þeirri raun, að hann var kominn í netið,
og þótti konúngi þá Gizur betra verkfæri til að þjóna vilja sínum.“ (Islenzkt
fornbréfasafn)
Gizurr var þá eftir í Noregi og undi lítt sínum hluta. Var honum féskortur
mikill, en uggði nú um frændur sína og vini að Þórður myndi þeim þeim
harður í horn að taka. Réð Gizurrr það af, að hann fór af landi brott og gekk
suður til Róms. Broddi Þorleifsson var þá utan og fóru þeir Gizunn báðir
samt út til páfa og þeir nokkurir menn saman. Þá var Innocentíus páfi [IV] í
Róma. Gizurr fékk þar lausn allra sinna mála. (Islendinga saga)
Eftir þetta var Þórður kakali alvaldur á íslandi til 1250. Það ár var hann
kallaður fyrir konung þar sem Heinrekur Kársson Hólabiskup taldi að Þórður
87