Goðasteinn - 01.09.2009, Page 92
Goðasteinn 2009
greint var frá hér næst á undan voru tryggðir veittar og Hrafn Oddsson, Sturla
sonur hans og Gizurr jarl tókust í hendur fyrir kirkjudyrum á alþingi. „Var þar við
Sigvarður biskup [Þéttmarsson], Brandur ábóti Jónsson og Sighvatur Böðvarsson
og Sturla Þórðarson. (íslendinga saga)
Um sumarið [1262] fóru þeir utan með Hallvarði gullskó Sighvatur
[Böðvarsson] og Sturla [Þórðarson]. Sighvatur kom á fund Hákonar
konungs og gerðist hans maður. Fékk hann þar sæmd góða af konungi ...
Hann fór úr landi með konungi vestur á Skotland ... í ferð þeirri tók Hákon
konungur sótt þá, er hann leiddi héðan af heimi [16. desember 1263] ... Fór
Sighvatur þá austur til Noregs með líki Hákonar konungs og sótti þá til
Magnúsar konungs, sonar hans. ... Sighvat angraði mjög missir Hákonar
konungs, svo að honum þótti engi sér í Noregi samjafn. Magnús konungur
lofaði honum eigi út að fara. Undi hann þá eigi í Noregi, og fór hann úr
landi og ætlaði út í Jórsalaheim. En er hann kom í Rauðahafið, tók hann sótt
og andaðist ...“ [22. september 1266] (Þorgils saga skarða). Sighvatur er
síðastur þeirra, sem getið er um að hafi gengið suður á þeim tíma sem um er
fjallað.
Með Gamla sáttmála glataðist sjálfstæðið en friðurinn var tryggður, er „...
nýtt réttarkerfi var tekið upp 1271 þegar blóðhefnd var afnumin og ákveðið
að konungur fengi bætur, þegngildi, fyrir hvern veginn mann. (Islenskur
söguatlas)
Nafnaski'áin í Benediktsklaustrinu í Reichenau
Öruggt má telja að miklu fleiri hafa gengið suður en frásagnir eru af í fornum
sögum og upp eru taldir hér á eftir. Talið hefir verið að til þess bendi listi í
Bræðralagsbókinni (Das Verbrúderungsbuch) úr Benediktsklaustrinu í Reichenau
með fjörutíu nöfnum frá íslandi. Klaustrið er nærri þeim stað sem Rínarfljótið
rennur úr Bodenvatni til vesturs og er á þeirri pflagrímaleið sem lá frá Chiavenna,
nærri Comovatninu á Italíu, um Septimerskarðið norður til Chur í Sviss en þaðan
lá leiðin sunnan við Bodenvatnið og áfram til Basel við Rín. Septimerpass (2310
m.y.s.) er á vatnaskilunum milli fljótanna Rínar og Pó og þegar á tímum Rómverj-
anna lá þar um mikilvægur hervegur og verzlunarleið. Ekkert mælir gegn því að
Islendingar gætu hafa átt þarna leið um og svo sannarlega eru nöfnin íslenzkuleg.
A meðfylgjandi mynd má sjá, að tveir ritarar hafa skráð nöfnin fjörutíu og í
formála útgáfunnar segir um síður 159/160 (fol. 93), að elztu áritanirnar á
bókfellið séu frá síðari hluta elleftu aldar. Hér eru heitin talin í stafrófsröð:
90