Goðasteinn - 01.09.2009, Side 122
Goðasteinn 2009
Elín Sigurjónsdóttir, Steinum,
Austur-Eyjafjöllum
Hún fæddist 12. janúar 1922 foreldrum sínum að
Hvoli í Mýrdal, hjónunum Sigurjóni Árnasyni frá
Pétursey og Sigríði Ki'istjánsdóttur frá Hvoli og var
hún elst þriggja barna þeirra en eftirlifandi eru
Þórarinn og Árni. Foreldrar hennar fluttu síðan til
Vestmannaeyja þar sem tekist var á við útgerð en 1925 flutti fjölskyldan í
Pétursey þar sem tekið var við búi foreldra Sigurjóns. Á heimili þeirra var
Þórhallur heitinn Friðriksson, sem hafði komið í heimilið 1917, þá fjögurra ára
og varð hann sem uppeldisbróðir systkinanna.
Elín fór eitt ár til náms við Héraðsskólann á Laugarvatni en þegar heim
kom var sýnt að hún varð að taka við húsmóðurstörfum heima 17 ára, sem hún
gerði í 6 ár að annast allt heimilishald og hjúkra veikri móður sinni sem lést
tveimur árum síðar og vera bræðrum sínum og föður til styrktar og hjálpar.
1940 kom Sigurbjartur Jóhannesson, þá 11 ára, í Pétursey og gekk Elín honum
eins og í móðurstað en hann var á heimilinu til fullorðinsára.
1946 kom á heimilið sem húsmóðir og kona Sigurjóns Steinunn
Eyjólfsdóttir með syni sínum Bergi Erni. Eignuðust þau synina Eyjólf og
Sigurð, hálfbræður Elínar sem urðu henni mjög kærir.
í Heklugosinu 1947 komu margir Eyfellingar skepnum sínum á gras í
Mýrdalnum, þar á meðal Sigurbergur Magnússon í Steinum sem kom oft í
Pétusey og þá felldu þau tvö hugi saman, Bergur og Ella. Hún var fullnuma í
störfunum en vildi samt búa sig betur undir lífstarfið með Bergi sínum og lauk
húsmæðranámi á Laugavatni um veturinn en um vorið 1948 tóku þau saman
við búinu í Steinum.
Tími Bergs og Ellu í Steinum var einstæður vegna gestrisni þeirra á
heimili í þjóðbraut, þar sem nær allir sem um veginn fóru áðu og þáðu veit-
ingar. Mjólkurbílarnir, kaupfélagsbílarnir og síðar rúturnar stöðvuðu og
bílstjórar, oft með fólkinu sem voru farþegar, komu inn í kaffisopann með
góðgætinu. Auk þess var heimilið miðstöð hestamanna í sveitinni. Þangað var
120