Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 133
Goðasteinn 2009
Gunnar Þorgilsson, Ægissíðu
Gunnar Þorgilsson fæddist á Ægissíðu 19. apríl 1932.
Hann var sonur hjónanna Þorgils Jónssonar frá
Ægissíðu og Kristínar Filipusdóttur frá Kringlu í
Torfalækjarhreppi. Gunnar ól allan sinn barnsaldur á
Ægissíðu, næstelstur 6 systkina. Þau eru: Jón fæddur
1931, hann er látinn, Ásdís fædd 1934, hún er látin,
Sigurður fæddur 1936, hann er látinn, Ingibjörg fædd
1937 og Þórhallur Ægir fæddur 1939.
Fjölfarin ferðamannaleið lá í gegnum Ægissíðutorfuna sem var á fyrstu
áratugum 20. aldarinnar miðstöð mannlífs í Rangárþingi og mikill gesta-
gangur. Gunnar vann samviskusamlega þau verk sem honum voru á herðar
lögð. Hann var einnig um tíma til aðstoðar dýralækninum við akstur um
austanvert Suðurland. Gunnar lauk barnaskólagöngu sinni í Þingborg og var
eftir það við menntun einn vetur í Odda og 1948-1949 á Laugarvatni. Á
unglingsárum var hann vinsæll meðal félaga og hafði gaman af skemmtan í
góðra vina hópi, hann spilaði bridge og keppti í þeirri grein.
Hinn 4. október 1955 kvæntist Gunnar Guðrúnu Halldórsdóttur frá
Króktúni í Hvolhreppi, hún er fædd 30. ágúst 1931. Gunnar og Guðrún bjuggu
sín fyrstu ár í Reykjavrk er Gunnar nam rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson.
Að Ægissíðu fluttust þau 1955, bjuggu fyrst um sinn við gamla bæinn, síðar
keyptu þau land af Torfa föðurbróður Gunnars. Þar byggðu þau sér og
fjölskyldunni heimili sem þau fluttu í 1966. Þeim varð 7 barna auðið: Reynir
Daníel fæddur 1952, kvæntur Kristrúnu Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Þorgils
fæddur 1956, kvæntur Guðrúnu Önnu Tómasdóttur, Halldór Jón fæddur 1957,
sambýliskona hans er Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir, Kristín fædd 1959,
sambýlismaður hennar er Finnbogi Helgi Karlson, Katrín Jónína fædd 1960,
gift Einari Rafni Ingvaldssyni, Torfi fæddur 1965, sambýliskona hans er Dröfn
Svavarsdóttir, Hannes Kristinn fæddur 1966, kvæntur Oddnýju Óskarsdóttur.
Gunnar var kappsamur, ákveðinn og stoltur maður, sló aldrei slöku við
enda vinnutíminn oft langur, einkum yfir hábjargræðistímann. Á haustin fór
hann til starfa í sláturhúsinu við fláningar. Er Gunnar var ekki nema tæplega
131