Goðasteinn - 01.09.2009, Page 156

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 156
Goðasteinn 2009 Þegar Ragnhildur fæddist hafði faðir hennar nýverið fengið veitingu fyrir Breiðabóstaðarprestakalli og var hún því einungis nokkurra mánaða gömul þegar fjölskyldan flutti frá Laufási hingað að Breiðabólstað en ég hygg að það hafi verið laust eftir fardaga að vori árið 1927. Þannig má segja að Ragnhildur hafi alið allan sinn aldur hér á Breiðabólstaðartorfunni ef frá eru talin menntaskólaárin hennar norður á Akrueyri. Hér á Breiðabólstað ólst Ragnhildur upp í faðmi góðra, velmegandi og menntaðra foreldra. Hún var elst fjögurra systkina en hin eru þessi í aldursröð: Sváfnir, f. 1928, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur, fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir sem lést 1974, Elínborg, f. 1931, gift Guðmundi Sæmundssyni og yngst er Asta, f. 1939, ekkja eftir Garðar Steinarsson sem lést á s.l. ári. Eftir að Ragnhildur lauk skyldunámi sínu tóku þau Sváfnir bróðir hennar stefnuna á Menntaskólann á Akureyri. Það ráðslag hefur áreiðanlega þótt við hæfi enda aðeins 16 mánuðir á milli þeirra systkina, næstum eins og tvíburar, og bæði góðir námsmenn. Saman útskrifuðust þau svo með fyrstu einkunn á stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri þjóðhátíðardaginn 17. júní 1948 eða fyrir réttum 60 árum. Ragnhildur var fögur kona og fönguleg, vinsæl og vel gefin og hef ég fyrir satt að margur ungherrann þar nyrðra hafi haft á henni augastað til kvonfangs. Það var þó ekki fyrr en í Reykjavík, hvar hún starfaði í skamman tíma við skrifstofustörf eftir stúdentspróf, að nánari kynni tókust með henni og gömlum skólafélaga úr MA, Húsvíkingnum Jóni Kristinssyni. Honum tókst það sem margur annar hafði látið sig dreyma um og gengu þau upp að altarinu hér í Breiðabólstaðarkirkju hinn 1. janúar 1950 og voru gefin saman af föður brúðarinnar, sr. Sveinbirni Högnasyni. Jón eða Jóndi, eins og mér finnst hann heita fullu nafni, fæddist á Húsavík 16. nóv. 1925, sonur Kristins Jónssonar kaupmanns þar og konu hans Guðbjargar Óladóttur húsfreyju. Jóndi er löngu landskunnur myndlistarmaður og frumkvöðull í íslenskri auglýsingateiknigerð sem væntanlega kallast grafísk hönnun nú til dags. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Ragnhildur og Jóndi á Breiðabólstað en í kringum 1955 höfðu þau byggt nýbýlið Lambey út úr Breiðabólstaðar- jörðinni og áttu þar heimili sitt alla tíð síðan. Þar byggðu þau upp myndarlegt 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.