Stjörnur - 10.01.1950, Síða 22
gripið um axlir henni, þéttings-
fast, sterkum karlmannshöndum:
— Ekki að flýja, hvíslaði mild
rödd í eyra henni. Það var rödd-
in úr símanum. Undarlegt að hún
skyldi ekki strax þekkja hana.
Eg veit hver þér eruð, sagði tón-
skáldið. Vivianna hefur með
vilja valið okkur sæti hvoru við
annars hlið. Hún hringdi líka í
skrifstofuna þar sem þér unnuð
og fékk að vita alltsaman. Það
var leiðinlegt að heyra að lagið
mitt skyldi verða yður svona til
ófarnaðar.
— Nei, það hefur einmitt gert
mig svo hamingjusama, sagði
Lísa. En nú hafið þið haft mig
fyrir ginningarfífl. Ég sem hélt
að höfundurinn væri óþekktur
og fátækur.
— Við kunnum vissulega að
meta hvað þér hafið gert. Haldið
þér að nafnkunnir menn þarfnist
ekki eins og aðrir samúðar og
skilnings. Og þér hafið einmitt
sýnt með breyttni yðar að þér er-
uð góð stúlka — og auðvitað
hlutuð þér líka að vera ung og
fögur og saklaus. Hann lækkaði
enn rödd sína: Og nú skuluð þér
verða heiðursgestur minn í kvöld.
— Mér skilst ekki að ég hafi
gert yður nokkurn greiða með af-
skiptasemi minni, svaraði Lísa og
var nú loks að komast til sjálfrar
sín.
— Það er að vísu satt, hélt
Kurt Wíberg áfram, að ég náði
tah af Víviönnu sama kvöldið
og þér, og ef til vill hefði hún
tekið lag'ið mitt í revyuna, án
yðar tilhlutunar. En hún hefði
áreiðanlega ekki skipað því svo
virðulegan sess sem hún gerði
nú, hefði hún ekki orðið svo
hrifin af áhuga yðar. Og það er
heldur ekki víst, að hún hefði
sungið það eins dásamlega vel og
hún gerði, ef þér hefðuð ekki
komið til sögunnar. Einmitt þess-
vegna vil ég fagna þessum mikla
sigri mínum í kvöld, og nú bið
ég yður að verða hjá okkur og
dansa við mig — alla nóttina,
unz dagur rennur.
— En á morgun, stundi Lísa
og hugsaði til hins hversdagslega
raunveruleika, sem þá beið
hennar.
— Á morgun ,sagði hann glað-
lega, þá skín sólin á ný.
Hún leit upp og mætti augum
hans. Hún gat þá ekki lengur ef-
ast um að hann sagði satt. Á
morgun myndi sólin skína á ný.
☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆
* * Claude Jarman, hinn ungi,
sem fyrir nokkrum árum var vin-
sæll sem kvikmyndadrengur er
nú að verða fullorðinn og maður
með mönnum. Hann hefur nú
fengið sitt fyrsta karlmannshlut-
verk og leikur ungan Bandaríkja-
hermann í stríðinu um Þýzkaland.
22 STJÖRNUR