Víðförli - 01.09.1947, Page 3
Sr. Sigurður Pálsson, Hraungsrði:
Frá kirkjuþinginu í Lundi
Forsaga.
Kirkjuþingið í Lundi, sem haldið var dagana 30. júní tii
6. júlí 1947 á sína forsögu. Iiin fyrstu drög til hennar eru
ýmsir fundir og hreyfingar, sem áttu sér stað bæði í Evrópu
og Ameríku á 19. öld. Þó komst sú öld ekki svo langt, að
gera tilraun til heimsfundar né heimssambands. Þess konar
tilraun var fyrst gerð með fundi, sem haldinn var í Eisenach
á Þýzkalandi 19.—24. ágúst 1923. Þar voru saman komnir
160 fulltrúar og sendimenn lútherskra kirkna frá 22 þjóð-
um.
A því þingi kom í ljós, að hin andlega eining var miklu
meiri en búist hafði verið við eins og þá stóð á um þjóða-
hatur eftir hina nýafstöðnu, fyrri heimsstyrjöld. Þetta þing
gaf út eftirfarandi yfirlýsingu um sameiginlegan kenning-
argrundvöll hinna lúthersku kirkna:
„Hið lútherska heimsþing viðurkennir heilagar ritningar
Gamla- og Nýjatestamentisins sem hina einu heimild og
óskeikula regiu fyrir allri kirkjulegri kenningu og starfsemi,
og sér í hinum lúthersku játningum, einkum hinni óbreyttu
Agsborgarjátningu' og fræðum Lúthers hinum minni,
hreina útlistun á orði Guðs“. Auk þessa stofnaði það þing
til hjálparstarfsemi fyrir hinar ýmsu, aðþrengdu kirkjur.
Annað lútherskt heimsþing var haldið í Kaupmanna-
höfn dagana 26. júní til 4. júlí 1929. Þar voru saman komn-
ir 147 fulltrúar frá 21 landi og auk þeirra 1000 þátttakend-
ur aðrir. Þetta þing samþykkti óbreytta yfirlýsingu hins
fyrra þings um kenningargrundvöll lútherskra kirkna. Auk