Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 5
i'RÁ KIRKJUÞINGINU í LUNDI
131
og samþykktur með smá orðabreytingum, sem elcki er
kostur að gera grein fyrir fyrr en hin prentuðu gögn liggja
fyrir.
Ritgerð þessi er: T. Inngangur um það, hvar og hvernig
mannkyn vorra flaga er statt, 2. Um Guðs orð, 3. Um
sakramentin, 4. TJm kirkjuna. Hér fara á eftir þýðingar á
nokkrum helztu atriðum ritgerðar þessarar.
1. Fagnaðarerindið um verk Guðs i Kristi.
„Kynslóð vor hefur reynt framar nokkurri annari hversu
mannkynið, er það snýr baki við Guði, tætir sig til agna og
gefur sig á valcl sjálfseyðingu. Ritningarnar segja: „Þar sem
þeir hafa ekki, þótt þeir þekktu Guð, vegsamað hann eins
og Guð, né þakkað honum, hcldur gjörst hégómlegir í hugs-
unum sínum, og hið skynlausa hjarta þeirra hjúpast
myrkri“. „Og eins og þeir hirtu ekki um að varðveita þekk-
inguna á Guði, ofurseldi Guð þá ósæmilegu hugarfari, svo
að þeir gjörðu það, sem ekki er tilhlýðilegt (Rom 1,21, 28).
Kynslóð vor hefur reynt raunveruleik þessara orða af
beiskri reynslu. Vér vitum, hvað það er að heyra til mann-
kyni, sem af Guði er til þess dæmt að vera selt undir bölvan
dauðans og drottnan. Sjálfir erum vér meðlimir þessarar
kynslóðar. Orlög hennar eru örlög vor. Enginn af oss get.ur
staðið fyrir utan sem óháður þessum örlögum. Synd henn-
ar og sársauki er synd og sársauki vor. Vér játum Guði
sameiginlega synd vora og meðtökum sameiginlega dóm
hans“.
„En, Guði sé lof, vér heyrum ekki aðeins hinu gamla
mannkyni til, sem lifir í böndum syndar og dauða. Guð gaf
kyni voru nýtt upphaf, er hann gaf oss Krist sem Drottin og
höfuð hins nýja mannkyns. Hann hefur veitt oss þá náð að
vera limir Krists og hluttakendur lífs hans. Hans eilífa liós
skín gegnum rnyrkur þessa heims. Mitt í þrengingum og