Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 9
FRÁ KIRKJUÞINGTNU í LUNDI
135
(2. Kor. 5,20) og söfnuðurinn verður að meðtaka boðskap-
inn eins og Guðs eigið orð, sem hann og vissulega er. (1. Þess.
2,13, Matt. 10,40). Þjónustu orðsins hefur verið falið hið
mikla og undursamlega verk að prédika ráðvilltum og
þrælkuðum heimi, ekki mannlegt hugsanakerfi eða „spak-
legar upp spunnar sögur“ heldur Guðs eigin boðskap uin
mátt og dýrð Drottins Jesú Krists (2. Pét. 1,16) og hversu
hann hefur verið af Guði settur sem drottinn vor og konung-
ur í ríki friðarins, sem stofnað er fyrir friðþægingardauða
hans og upprisu. (Róm. 10,15; Jes. 52,7).
3. Sakramentin.
AI' ríkdómi náðar sinnar flytur Guð oss gleðiboðskapinn
með ýmsu móti, ekki einungis í orðinu heldur og gegnum
hin heilögu sakramenti, skírn og kvöldmáltíð. Þegar þessar
athafnir eru taldar sakramenti er þar með sagt, að þær
snerti meðalgöngu Krists íyrir oss, en ekki nein verk, fram-
kvæmd eða fórn af vorri hálfu. Sakramentin byggjast á
stofnun Krists sjálfs, og það sem fram fer í þeim er, að
Kristur gegnum þau sameinar oss sér og gerir oss að lifandi
limum á líkama sínum, kirkjunni.
Hin grundvallandi sameining (innlimun) við Krist verður
í skírninni. Samkvæmt náttúrlegri fæðingu vorri heyrum
vér undir eðli og drottinvakl syndarinnar og' dauðans. Að
eðli til erum vér meðlimir syndugs mannkyns og gjörvölll
vera vor er undirlögð ástandi þess. Gegnum skírnina erum
vér settir í gjörsamlega nýja afstöðu. Vér verðum meðlim-
ir hins nýja mannkyns, þar sem Kristur er höfuðið, og sem
gegnum hann verður hluttakandi í réttlæti Guðs og lífi
hinnar komandi aldar. Af þeirri ástæðu er skírnin nefnd
„bað hinnar nýju fæðingar“, því í henni fæðumst vér til
hinnar nýju tilveru, sem oss er af Guði veitt fyrir Krist. Vér
verðum limir líkama Krists í samhljóðan við orð Páls post-