Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 10
ula: „Því að með einum anda vorum vér allir skírðir til
eins líkama“. (1. Ivor 12,13)-------
En skírnin er ekki aðeins inntökuathöfn. Hún tekur yfir
gjörvallt hið kristna líf, líf, sem er sí-endurtekin deyðing með
Kristi og upprisa með honum. Með því móti einu getur hinn
kristni maður haldið áfrarn að vera lifandi limur á Kristi,
eins og hin lifandi grein á hinurn sanna vínviði (Jóh. 15,1)
fyrir trúna. Kristur hefur dáið syndinni einu sinni (Róm.
6,10). Sá, sem heyrir til líkama hans verður því að devja
„líkama syndarinnar“ (Rom. 6,6), sem vér heyrum til fyrir
Adam, þ. e. fyrir samhengi vort við hinn gamla mann. Þann-
ig verður líf hins kristna stöðug deyðing hins garnla manns
(Róm 6,6.) og stöðug upprisa með Kristi til lífs í réttlæti.
Þannig svarar Lúther réttilega spurningunni um þýðingu
skírnarinnar með þessum orðum: „Hún merkir, að hinn
gamli Adam í oss á að drekkjast og deyja fyrir daglega
iðrun og yfirbót ásamt öllum syndum og vondum girnd-
um, og aftur á móti fram að koma og upp aftur að rísa nýr
maður, sá, er lifir að eilífu í réttlæti og hreinleika fyrir
Guði“.
Eins og umskurnin var meðlimatákn hins gamla sáttmála,
sem Guð hafði sett milli sín og síns lýðs Israels, þannig
er skírnin tálcn hins nýja sáttmála, sem guð hefur sett milli
sín og vor. Þar eð kirkja vor lítur jafnan á náðina sem náð
að fyrrabragði, kennir hún að börnum beri að veita skírn.
(Sbr. Mk. 10,14) Frá skírnarstundinni allt til dauðastund-
arinnar á hinn skírði að lifa í Kristi, sameinaður honum.
Þar sem þessi tengiliður við Krist hefur verið brotinn með
synd og vantrú er skírnarsáttmálinn samt í gildi af Guðs
hálfu og kallar stöðugt á manninn að hverfa aftur til
skírnarnáðarinnar fyrir iðrun og yfirbót og lífs í Kristi.
Þess vegna felst einnig í skírninni fyrirheit um hluttölcu í
eilífri dýrð Krists, þegar líkami syndarinnar og dauðans
er endanlega að engu gerður.
Skírnin er athöfn í eitt skipti fyrir öll, sem tengir gervallt