Víðförli - 01.09.1947, Page 13

Víðförli - 01.09.1947, Page 13
FRA KIRKJUÞINGTNU I LUNDI 139 undirstaða og kraftalynd allra verka kristinna manna og allrar starfsenri kirkjunnar. Þýðingarmesta verk þessa kirkjuþings var að stofna alls- herjar samband lútherskra kirkna og setja því lög. Tilgangur sambandsins er sá, að kirkjurnar vinni saman og styrki hver aðra, án þess að sambandið blandi sér í sér- mál kirknanna að öðru leyti, og að gera þær sameinaðar öflugri í hinu milda hlutverki að flytja syndsjúku og ráð- þrota mannkyni boðskapinn um náð Guðs í Kristi, gera það hluttakandi. í kröftum hinnar komandi aldar og innlima það í friðarríki Guðs. Islenzk kirkja má fagna því að vera meðlimur þessa sam- bands, því það mun á margan hátt, beint og óbeint, verða henni styrkur og leiða hana út úr þeirri einangrun, sem hún hefur lifað í, síðan siðaskiptin slitu hana úr sambandi við hina almennu kirkju.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.