Víðförli - 01.09.1947, Page 14

Víðförli - 01.09.1947, Page 14
Sigurbjörn Einctrsson: Þjóðkirkja Islands, játningar og vígsluheit i. í vígslunni lofar prestur íslenzku þjóðkirkjunnar „að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í anda vorrar evangelisku lútersku kirkju“. Mörgu fleiru er heitið í heilagri vígslu. En það eru þessi orð, sem hér skulu lítillega athuguð. I þessurn orðum handbókarinnar er fyrst og fremst skýrt tekið fram, að þjóðkirkja íslands er evangelisk-lúthersk. Svo kveður og stjórnarskráin á og önnur sú löggjöf, er taka þarf af tvímæli um, hvaða kirkjudeild íslenzka ríkið styður sem þjóð- kirkju. Hvað felur þá hugtakið „evangelisk-lúthersk kirkja“ í sér? Þegar sú spurning er rædd, verða menn fyrst og fremst að gera sér ljóst, að þetta er almennt, alþjóðlegt heiti ákveðinnar kirkjudeildar. Þetta nafn hlýtur að þýða hið sama á lslandi og í öðrum löndum. Að öðrum kosti væri ekki heimilt að nota það, hvorki í handbók né lögum. Þegar Islendingur gerir lit- lendingi grein fyrir, hvaða kirkj.a sé þjóðkirkja á Islandi, segir hann blátt áfram: Evangelisk-lúthersk. Aheyrandinn veit þá það, að hér er ekki grísk-kaþólsk eða rómversk-kaþólsk eða anglikönsk kirkja eða enn önnur. Vilji áheyrandinn fræðast nánar, getur hann slegið upp í al- fræðibókum eða sérfræðiritum. Og hvað finnur hann þar?

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.