Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 16

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 16
142 VÍÐFÖRLI er nú orðið að ankaatriðum og mætti endurskoðast. En þar eru líka meginatriði, sem aldrei hverfa af dagskrá trúarbragðanna: Hver er leið hjálpræðisins? Hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eiiíft líf? Hver er maðurinn? Iíver ei afstaða Guðs til hans? Hver úrræði mannsins gagnvart eiiífðinni? Þetta er rætt í Ágsborgarjátningunni. Það er ekki um þetta fjallað á fullkominn hátt, — ekkert mannaverk er algjört. En það er gert af nærfærnum skilningi á innri rökum siðbótarinnar. Með hófsamri mýkt en fullri einurð er gerð grein fyrir, hvar sið- bótarmennirnir stóðu og hvers vegna þeir „gátu ekki annað“. II. Hverfum aftur að vígsluheitinu. Engum manni er ætlandi að vinna jafn alvarlegt heit án þess að vilja reyna að gera sér grein fyrir, hverju hann heitir. Samvizkusamur, ungur maður, sem á annað borð lítur á trúmálin sem alvörumál, getur ekki, að hugsuðu máli, skoðað það neinn hégóma, sem átök slíkrar umbyltingar, sem siðbótin var, snerust urn. Vilji hann lifa og starfa í kirkju, sem heitir evangelísk-lúthersk, hlýtur hann að telja það fremur kost en löst, að bent sé á greinargerð fyrir sér- stöðu þeirrar kirkju í meginatriðum. Vilji hann vita, í hvaða „anda“ hann á að prédika samkvæmt heiti sínu fyrir Guðs aug- liti, hlýtur honum að þykja fengur að því að eiga aðgang að grundvallandi og viðurkenndum heimildum um þann anda. Orð handbókarinnar „í anda vorrar evangelísku lúthersku kirkju“ hljóta að merkja það, að stuðzt skuli og miðað við kjarnaatriði klassiskra heimilda um evangelís'k-lútherskan trú- arskilning, svo íramarlega sem þessi heitstafur er annað en orð, og slíkt ætlar enginn kirkjunni, hún fer ekki með neitt á slíkri stundu, sem ekki er skýr og skýlaus meining á bak við. Ur því að minnzt er á evangelísk-lútherska kirkju í þessu sambandi er um leið bent á hlutlægar heimildir um sórstöðu hennar, það er játningarrit hennar, Ágsborgarjátninguna og Fræðin. Rómversk-kaþólsk kristni hefur enn sem komið er ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.