Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 19
ÞJÓÐKIRKJA ÍSLANDS
145
kvæmir í ríkdómi elsku sinnar. Hann kyssir, ef svo mætti segja,
spor hinnar guðlegu gæzku á slóð mannanna og vitnar um þá
vissu, að ekkert muni geta gjört þann, sem honum játast, við-
skila við kærleika hans í Kristi Jesú.
Þetta játar kirkjan í mikilli auðmýkt og lotningu. Hún er að
viðurkenna þakkarskuld, ekki að gera grein fyrir skoðun eða
fræðilegri niðurstöðu. Einstaklingarnir í samfélagi hennar eru
misjafnlega á vegi staddir að trúarþroska og andlegum skilningi.
Hún er ekki að íþyngja samvizku þeirra með því að krefjast
samþykktar við fullyrðingar, hún er að leitast við að gefa þeim
hlutdeild í dýpstu vitund sinni gegnum aldirnar um náð Jesú
Krists. Einsta'klingurinn getur mjög fundið til þess, að hann
skorti þekkingu og reynslu þeirrar náðar. En honum vilí hann
játast samt, honum vill hann heyra, hann trúir „á Guð. þótt
titri hjartað veika“ og biður þess, um leið og hann játar, að góð-
ur Guð og faðir Jesú Krists virðist að gera sannleika sinn hjálp-
■samlega lifandi og virkan í sálu hans.
I trúarjátningunni hyilir kristinn maður konung sinn, skapara
sinn, eiganda, endurlausnara og lífgjafara. I slíkri játningu er
maðurinn sannarlega frjáis. Hann er ekki að binda vit sitt á
klafa einhverra skoðana. Hann er að tengja hjarta sitt eilífri
•uppsprettu lífsins og sannleikans. Eru það ekki slík tengsl, sem
Jesús á við, þegar hann segir: Sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa? Frjálsa undan „öðrum guðum“, hvað sem þeir heita.
Annaðhvort heyri ég Guði — og er frjáls, eða einhverju öðru
— og er þræli. Maðurinn hefur annaðhvort Guð eða einhvern
hjáguð, sagði Lúther. Það er vissulega satt.
Sá, sem „frelsar“ sig undan því oki að játast Guði Krists og
kirkju hans, er ekki þar með „frjáls“. Hann játast aðeins öðrum
„guði“, hvort sem hann heitir hyggjuvit, skynsemi, nútíma-
þekking, almenningsálit eða annað. Hann gengur til trúar á
hleypidóma sjálfs sín eða annarra og verður því ósjálfstæðari
•sem hann heldur sig lausbeizlaðri. Hann lendir vísast í því, sem
forðum var lýst svo: Að hrekja'st og berast fyrir hverjum kenn-
ingarvindi, tældur af vélabrögðum viHunnar.