Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 26

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 26
152 VIÐFORLI Ibyggingar í sveitum landsins, t. d. að þrem fjórðu hlutum. Væri þetta ómetanleg hjálp fámennustu söfnuðunum og ætti um ,leið að tryggja oss, er nú s'kipum kirkju þessa lands að geta skilað í hendur komandi kynslóðum góðum og varanlegum guðshúsum, sem vér þurfum ekki að bera kinnroða fyrir, hvorki á kirkjulega vísu séð, Iistræna né tæknilega. Fyrir atbeina kirkjuráðs hefur nú á tveim undanfarandi þingum verið flutt frumvarp til laga, er stefnir að þessu marki. Frumvarp þetta varð vinum kirkjunnar mjög fagnaðarefni. Fað olli þeim því miklum vonbrigðum, að það skyldi eigi ná fram að ganga, þrátt fyrir fylgi margra góðra manna. Frum- varpið mun nú vera til athugunar og endiirskoðunar hjá for- sjármönnum íúkis og kirkju og er þess að vænta, að það nái samþykki á næsta þingi í breyttri mynd og betri. Eg segi „betri“ vegna þess, að þótt frv. sé, í heild sinni, kirkjunni mjög til hagsbóta, er á því slæmur galli, er snertir þau mál, sem hér er um ritað. Þar er svo ráð fyrir gert, að húsameistari ríkisins teikni allar kirkjur, er ríkið styrkir. Þetta er óhæfa. Kirkja á, auk þess að vera söfnuðinum hagkvæm til guðsþjónustu, að vera tært listaverk, innan stokks og utan. Sem siíkt hlýtur hún að bera mót og mark höfundar síns í hverjum drætti og sýna á stöfum sínum og stoðum, að sá máttur, „sem bærir vog og vind og vakir í listanna heilögu glóð“ hafi gætt hana þeim lífsanda, er gerir smíðisgripinn að listaverki. Þess vegna og vegna þeirrar sérstöðu, sem kirkjur ha'fa um önnur hús fram, ætti það að vera lýðum ljóst, að eigi samir að kveðja aðra til kirkjuteikningar og -byggingar en þá, er vel hafa kynnt sér þörf og gagn kirkjunnar og eru að auki gæddir því skyni á raunhæfa hluti og lífræna, sem bygginga- listin krefst svo mjög af iðkendum sínum. Þess er hins vegar ekki að vænta með neinni sanngirni, að húsameistari ríkisins sé ávallt bezt til þess fallinn íslenzkra húsameistara að reisa kirkju, er sé Guði til dýrðar, söfnuðinum hagkvæm og höfundi sinum til sóma. Til þess hefúr hann of misjafnt öl á sinni könnu á hverjum tíma, svo sem kunnugt er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.