Víðförli - 01.09.1947, Síða 28

Víðförli - 01.09.1947, Síða 28
Sigurbjöm Einarsson: Hvað er maðurinn? Útvarpserindi 17. ágúst 1947 I. Hvað er maðurinn? Spurningin er jafngömul mar.nkyn- inu, eða a. m. k. mannlegri hugsun. Og það er eklci með ólík- indum. Hvaða spurning er nærkomnari? Hvað mun það stoða manninn að læra að þekkja þann heim, sem hann bvr í, rekja lögmál hans, mæla víðáttur hans, ef hann er sjálf- um sér gestur og gáta? Hvað stoðar hann valdið yfir um- hverfi sínu, ef hann kann ekki að stýra sjálfum sér? Hvað verður vizlcan og mátturinn, sem hann ávinnur, ef hann kann ekki þau skil á rökum tilveru sinnar og eðlis síns og þau tök á sjálfum sér, sem hjálpi honum til þess að greina vinning frá tjóni, blessun frá bölvun? Oft og víða er þessum og þvílíkum spurningum varpað fram nú á tímum. En jafnframt verða menn að viðurkenna, að einmitt þessi spurning hefur legið í þagnargildi á vett- vangi vísindanna nú um sinn og önnur úrlausnarefni verið ofar á baugi. Þó hefur sálfræðin verið í örum vexti undan- farin ár, svo ekki sé minnzt á líffræðina og líkamsfræðina. En það er athyglisvert, að alkunn bók eftir einn frægasta líffræðing samtímans, Alexis Carrel, heitir „Man, the Iln- known", Maðurinn, hið óþekkta. Þegar allt er týnt til, sem vísindin hafa kannað og geta hönd á fest, þá er maðurinn sama gátan eftir sem áður. Spurningunni um mannimi svar- ar enginn á vísindalegum grundvelli, heldur aðeins út frá einhverri lífsskoðun, út frá persónulegri afstöðu, sem hann

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.