Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 28

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 28
Sigurbjöm Einarsson: Hvað er maðurinn? Útvarpserindi 17. ágúst 1947 I. Hvað er maðurinn? Spurningin er jafngömul mar.nkyn- inu, eða a. m. k. mannlegri hugsun. Og það er eklci með ólík- indum. Hvaða spurning er nærkomnari? Hvað mun það stoða manninn að læra að þekkja þann heim, sem hann bvr í, rekja lögmál hans, mæla víðáttur hans, ef hann er sjálf- um sér gestur og gáta? Hvað stoðar hann valdið yfir um- hverfi sínu, ef hann kann ekki að stýra sjálfum sér? Hvað verður vizlcan og mátturinn, sem hann ávinnur, ef hann kann ekki þau skil á rökum tilveru sinnar og eðlis síns og þau tök á sjálfum sér, sem hjálpi honum til þess að greina vinning frá tjóni, blessun frá bölvun? Oft og víða er þessum og þvílíkum spurningum varpað fram nú á tímum. En jafnframt verða menn að viðurkenna, að einmitt þessi spurning hefur legið í þagnargildi á vett- vangi vísindanna nú um sinn og önnur úrlausnarefni verið ofar á baugi. Þó hefur sálfræðin verið í örum vexti undan- farin ár, svo ekki sé minnzt á líffræðina og líkamsfræðina. En það er athyglisvert, að alkunn bók eftir einn frægasta líffræðing samtímans, Alexis Carrel, heitir „Man, the Iln- known", Maðurinn, hið óþekkta. Þegar allt er týnt til, sem vísindin hafa kannað og geta hönd á fest, þá er maðurinn sama gátan eftir sem áður. Spurningunni um mannimi svar- ar enginn á vísindalegum grundvelli, heldur aðeins út frá einhverri lífsskoðun, út frá persónulegri afstöðu, sem hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.