Víðförli - 01.09.1947, Side 42

Víðförli - 01.09.1947, Side 42
VIÐFORLl 168 En þegar minnst varir verður manni á að láta einhverja hugsun í ljós, sem kann að minna á eitthvað, sem týrann- arnir sögðu. Þá dynur slagorðið — maður er óðara settur á bekk með hinu illræmda liði hernámsáranna. Það hefur sínar orsakir, að slagorðið er nazismi í Noregi. I Ameríku, segir greinarhöf., getur einhver minnzt á, að tryggja ætti verkamönnum viss réttindi, að hafður slcyldi hemill á auðmagni og að meiri skilningur milli austurs og vesturs væri gagnlegur. Og óðara klingir: Þú ert rauður, þú ert kommúnisti. Þú segir nákvæmlega það sama og þessir vondu menn. Þú ert hættulegur maður. „Vér hrekjumst stjórnlaust á galdraiðu gruggaðra kennda, þar sem öll heilbrigð skynjun er gufuð upp. Vér erum þrælkaðir af harðstjórn slagorðanna . . . Allir hatursfull- ir og óvandaðir menn hafa birgðir af eiturörvum gegn hvaða andstæðingi, sem vera skal. Því á einn eða annan hátt er hægt að draga þá í dilk einhvers viðbjóðs. . . . Þeir segja það sama, sem einhverjir þorparar hafa sagt, þ. e. eitthvað af því sama“. Ef ég aðhyllist málstað eða sjónar- mið eða tek afstöðu til einhvers dægurmáls samkvæmt sannfæringu minni, þá má það aldrei standa eitt út af fyrir sig. Því er alltaf skipað undir einhvern vafasaman flokk eða niðrandi slagorð. Þessi grein varð mér íhugunarefni, því að ég hef fyrir löngu og einkum þó upp á síðkastið veitt því athygli, að nákvæmlega þetta sama er að gerast hér. Blöðin og póli- tíkin í lýðræðislandinu Islandi eiga mikla sök á því. Það er löngu orðið máltæki, að engu orði sé trúandi af því, sem í blöðunum stendur. Það er of mikið sagt, en þó ekki raka- laust eða tilefnislaust. En ég vildi segja, að því er verr, að vér trúum flestir of miklu af því, sem í blöðunum stendur. Af engu stafar friðnum í heiminum meiri hætta en slagorð- um og aðdróttunum blaðanna. Ekkert hamlar meir rólegri og skynsamlegri afstöðu til málefna en hróp þeirra og fár- yrði. Með því vega þau að rótum lýðræðisins, vinna að

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.