Víðförli - 01.09.1947, Síða 47

Víðförli - 01.09.1947, Síða 47
Hvað er Biblían? (Stytt endursögn á kafla í bók Bo Giertz: Den stora lögnen och den stora sanningen) Engum kristnum manni hefur nokkurn tíma til hugar komið, að allt í Biblíunni sé jafn mikilvægt, hafi sama beina hlutverki að gegna sem vitnisburður um Guð. Engum sálu- sorgara kemur til hugar að ráða mönnum að lesa Biblíuna í belg og biðu. Allir, sem iðlca biblíulestur, vita, að þeir hafa við drengskap sinn. Einu sinni á ári a. m. k. gera allir borg- arar landsins slíka hátíðlega yfirlýsingu, leggja drengskap sinn við framburð, sem þeir hafa skráð. Það er þegar vér teljum fram til skatts. Almennt er á orði haft, að ekki komi öll kurl til grafar í skattaframtali þjóðarinnar. Og nú hef- ur því nýlega verið haldið fram í forustugrein í stóru blaði, að þetta sé afsakanlegt og eðlilegt, lögin séu svo ströng. Vera má, að skattalöggjöfin sé harðdræg. Það skal ekki hér rætt. Lög er heimilt að gagnrýna. En hvað verður um þegnskap almennings, ef lögbrot eru afsökuð með slíkum rökum í málgögnum ríkisstjórnar, jafnvel í málgagni dóms- málaráðherrans? Og enn má spyrja: Hvað verðleggur þjóðin drengskap sinn? Og hvers virði er þjóð, þegar drengskapur- inn er fallinn niður fyrir verðgildi peninganna? Og loks: Hvað um réttarfarið í landinu, þegar drengskaparyfirlýsing jafngildir eiði að lögum, en ábyrgir stjórnmálamenn halda því hinsvegar fram, að það sé eðlilegt og afsakanlegt að Ieggja drengskap sinn við vísvitandi villandi og rangar upp- lýsingar, sem gerðar eru í þeim miður lofsverða tilgangi ein- um að hnupla undan af almannafé og koma byrðunum af sameiginlegum skyldum yfir á aðra?

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.