Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 51

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 51
Líf eða dauði Mörgum kemur máske á óvart, að stríðsárin liafa kirkjur hinna ýmsu landa megnað að halda uppi talsverðu sambandi þvert yfir alla víg\relli. Mið- stöð alþjóðlegra samskipta kirkjunnar hefur verið í Genf á vegum Alþjóðaráðs kirkjunnar (The World Council of Churches). Það er mikil stofnun, vaxin upp af alþjóðlegu samstarfi kirkju- deildanna. Hún starfar í ýmsum deild- um og hefur á að skipa sérfróðum mönnum á ýmsum sviðum frá mörgum löndum og kirkjum. Þaðan er nú eink- um stjórnað hinni víðtæku hjálpar- og líknarstarfsemi, sem kirkjan rekur. Bráðabirgða-nefnd Alþjóðaráðsins kom saman á fund í febrúar í fyrra í Genf. Þar voru mættir fulltrúar frá mörgum löndum svo sem sjá má af því, hverjir aðstoðuðu við guðþjónustuna í upphafi fundarins. Erkibiskupinn af Kantara- borg flutti bæn, Germanos (grísk-kaþ. yfirbiskup) las Jóh. 17 á grísku, Kín- verjinn Miao flutti prédikun á ensku, svo og Berggrav biskup (á þýzku) og loks Niemöller, sem flutti á frönsku minnistæðan vitnisburð um staðreynd syndarinnar og fagnaðarboðskap náð- arinnar. Mikil mál voru þarna rædd og íhug- uð og ályktanir gerðar. Hér mættust í fyrsta sinn eftir stríðið fulltrúar krist- mnar kirlcju frá löndum, sem undan- farið höfðu borizt á banaspjót. Þeir, sem viðstaddir voru, votta þá gleðilegu staðreynd, að eining kirkjunnar hafði styrkzt og eflzt í hatursbálinu, sem þjóðirnar kynntu hver að annari. Það kemur fram í því erindi, sem fiindurinn sendi frá sér og hér fer á eftir: Mannkynið er í dag milli heims og helju. Vonir þess um betri heim hafa ekki rætzt. Milljónir manna líða óbæri- legar þjáningar. Þjóðirnar virðast ekki megnugar þess að leysa meginvandamál- in í skipan alþjóðamála. Allt mannkyn stynur undir lítt bærri byrði. Vér horfumst í augu við vandann sem kristnir menn, sjálfir særðir á sam- vizku. Guð hefur samt í náð sinni trú- að oss fyrir þjónustu orðs síns, og skyldukvöð hvílir á oss að boða það orð. Mannkynið er á vegi dauðans, vegna þess að það heldur við óhlýðni sína við vilja Guðs. 011 endurnýjun sprettur upp af iðrun, af afturhvarfi frá eigin vegum til Guðs vegar. Hann kallar mannkynið hinztu úrslitaköllun; „Sjá, ég legg í dag fyrir yður lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. — Veljið þá lífið". Stríðið sprettur af sjálfræði manns- ins og hryggilegum ómáttugleik mann- kynsins til þess að leysa ágreiningsmál á réttan hátt. Vér biðjum Guð, að Sameinuðu þjóðunum takist að finna veg lífsins og bjarga komandi kynslóð- um frá hrísvendi hernaðarins. En tíminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.