Víðförli - 01.09.1947, Síða 53

Víðförli - 01.09.1947, Síða 53
LIF EÐA DAUÐI 179 fyrir Guðs náð höfum vér fengið að reyna, að hann gefur oss í samfélagi kirkju sinnar, svo víðu sem veröldin er stór, uppsprettu afls og styrks. Vér er- um gagnteknir af gleði yfir, að vér höf- um fengið að mætast aftur eftir þessi þungbæru reynsluár, og fundið, að hjörtu vor eru tengd nánum böndum kristins kærleiks. Vér vottum, að vér höfum á þessu fyrsta móti voru eftir styrjöldina mætzt í raun og veru og unnið saman sem bræður í innilegri eindrægni í Kristi, einingu, sem hefur verið öllum mismun ofar. Þessi reynsla fyllir oss fögnuði og þökk, og vér sjá- um í þessu von alls mannkyns. Guð hefur opinberað oss leyndardóm vilja síns, að hann muni í fyllingu tímans sameina allt í Kristi. Hann er vor frið- ur. I honum finnur mannkynið lífið. „Sjá, ég legg í dag fyrir yður lífið og dauðann, blessunina og' bölvunina. — Veljið þá lífið“. /-----------------------------------------------------------------------------------------------------------A Þegar því einhverjir segja, að úr því vér prédikum hina góðu trú, þá séu þar með hin góðu verk bönnuð. þá er jafn mikið vit í þessu tali og ef ég segði við sjúkan mann: ,.Hefðir þú heilsuna, þá hefðir þú vald á öllum verkum lima þinna, en án hennar er starfsemi nllra limar.na ekki neitl" — og hann ætlaði svo að álykta út frá þessu, að ég hefði bannað starfsemi limanna. þar sern ég átti þó við, að heilsan yrði að koma fyrst og koma til leiðar öllum verkum allra lima. Alveg eins verður trúin að vera ráðsmaður og leiðtogi í öllurr, vsrkum, annars eru þau ails ekkert. (Lúther í Sermon von den guten Werken 1520). V_____________________________________________________________________________J

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.