Víðförli - 01.09.1947, Page 54

Víðförli - 01.09.1947, Page 54
Bréf til Víðförlct. „Guðsneistinn" Herra ritstjóri! Mig langar til að þér gerið svo vel að leyfa eftirfarandi línum rúm í „Víð- förla". I 2. hefti ritsins er stutt, en skil- merkileg grein um nýju sálmabókina eftir síra Magniis llunólfsson, fram- kvæmdastjóra K. F. U. M. í Reykja- vík. I greininni eru ummæli, sem ég vil leyfa mér að fetta fingur út í, því þau eru tjáningar viðhorfs við kristin- dómi, sem, að minni hyggju, á ríkan þátt í að viðhalda óþarfri og því skað- legri, og þá vitanlega syndsamlegri, sundrungu kristinna manna, — sem . allir eiga að vera eitt“ og „elska hver annan“. Ég skal nú nefna þau ummæli höf., sem ég á einkum við. I umræðu sálms Lúthers „Vor Guð er borg á bjargi traust“ segir m. a.: „Hér er ekki boðuð trúin á „hið góða í manninum“, „guðs- neistann“, eins og nú er títt, . . Frammi fyrir Guði . . verða allar dyggðir vor- ar saurugt klæði . . . Þannig orti Lút- her“, en ekki Jesús, vil ég leyfa mér að bæta við, — sé gengið út frá túlkun greinarhöf. á sálminum, Og svo að ég taki mér í þetta sinn í munn málfar sr. M. R., þá er það „villu- trú“, sem lýsir sér í ofangreindum um- mælum, þar sem talað er í lítilsvirð- ingartón um orðtakið „guðsneisti“ og gefið í skyn, að maðurinn sé (frá fæð- ingu) gerspilltur eða a. m. k. „dauða- sekur“. Sönnunin fyrir þessari staðhæf- ing-u minni er m. a. í hinum alþekktu uinmælum meistara vors og drott- ins um börnin: „Slílcra er guðsríki'. Mér finnst það liefði mátt rumska við sr. M. R., er hann liefur upp eftir sálminum orðin um Krist: „hinn rétti maður“ og „hann Guðs er eðlis einn“. „Hinn rétti maður“ er „Guðs eðlis“. Og* þó að aðrir menn séu ekki nema brot af „réttum manni“, þá ætti að liggja í augum uppi, að þeir muni þá einmitt vera gæddir „guðsneista“ og það á alls ekki við, að al\rarlegur, „rétttrúaður“ prestur og unglingaleið- togi hafi slíkt í flimtingum. Abendingar þessar sýnast líklega nokkuð snöggar upp á lagið. í stuttu máli er örðugt að gagnrýna án þess að sýnast stuttur í spuna. Ég treysti því, að sr. M. R. líti ekki á þær sem per- sónulega árás. Og ég ætla að reyna að auðvelda honum það með því að und- irstrika að lokum þessi ummæli greinar hans: „Sálmur þarf að spretta upp úr

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.