Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 55

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 55
GIJÐSN EISTINN 181 trúarlífi, sem d rœtur sínar að rekja til hjálprœðisins í Kristi'. Bjöm 0. Bjömsson. ATHUGASEMD. Kæri síra Björn! Ritstjóri Víðförla hefur leyft mér að lesa grein þína um „guðsneistann“ og lofað mér einnig rúmi fyrir svar. Ég vil ekki skrifa langt mál við þessu. Þú ríst hér gegn kenn- ingu kirkjunnar um erfðasyndina og eðli mannsins. Þú ert ekki einn um það á vorum dögum. En sá sannleikur, sem Drottinn trúði kirkjunni fyrir í önd- verðu, breytist ekki, þótt margir mæli gegn. Rök þín, er þú nefnir sönnun, tekur þú úr orðum Drottins um börnin: „Slíkra er guðsríkið". Kirkjan liefur ávallt skilið þau orð á aðra lund. Lút- herska kirkjudeildin kennir, „að frá falli Adams fæðist allir menn, sem á eðlileg- an hátt eru getnir, með synd, þ. e. a. s.: án guðsótta, án trausts til Guðs og með tilhneigingu til hins illa, og að þessi sjúkdómur eða upprunaspilling sé í sannleika synd, dæmi seka og steypi í eilífa glötun öllum þeim, sem ekki end- urfæðast fyrir skírn og Heilagan Anda“. En þú virðist hallast að þeim, „sem neita því, að upprunaspillingin sé synd“ og „fullyrða, að maðurinu geti réttlætzt fyrir Guði af eigin kröftum skynsemi sinnar“. Þær kenningar getUr þú þó ekki flutt fyrir hönd lútherskr- ar kirkju, því að hún liefur hafnað þeim frá öndverðu og lítur svo á, að þær verði til þess ,.að gera lítið úr dýrðlegri verðskuldun Krists og velgerningum“. Þér kann að finnast ég geri þér upp rangar skoðanir, en ég er viss um, að sá, sem trúir á guðsneistann, hið góða í manninum og óendanlega þroskamögu- leika mannsins, missir sjónir á dýrðlegri verðskuldun Krists og hjálpræði hans. Því bið ég þig, vinur, slepptu trúnni á mannspartana, hjartaþelið og allt slíkt, sem nöfnurn tjáir að nefna, einnig trúnni á óendanlegt gildi mannssálarinnar. Hið eina, sem dugir til hjálpræðis, er Krist- ur, sem „elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss sem gjöf og fórn Guði til þægilegs ilms“, Efes. 2,2. Allir eru þeir fallnir frá, allir spilltir orðnir, og þó segir Frelsarinn: „Slíkra er guðs- ríkið“. Ekki er það vegna guðsneistans og hins góða í manninum, heldur af einskærri náð og gæzku Guðs. Ekki af verkum, heldur af náð fyrir trú á Krist. Sæll er sá, sem trúir. Hvar er þá hrós- un vor? Ilún er engin. En honum, sem elskaði oss og dó fyrir oss, sé dýrðin og heiðurinn og mátturinn um aldir alda. Amen. Magnús Runólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.