Víðförli - 01.09.1947, Side 55

Víðförli - 01.09.1947, Side 55
GIJÐSN EISTINN 181 trúarlífi, sem d rœtur sínar að rekja til hjálprœðisins í Kristi'. Bjöm 0. Bjömsson. ATHUGASEMD. Kæri síra Björn! Ritstjóri Víðförla hefur leyft mér að lesa grein þína um „guðsneistann“ og lofað mér einnig rúmi fyrir svar. Ég vil ekki skrifa langt mál við þessu. Þú ríst hér gegn kenn- ingu kirkjunnar um erfðasyndina og eðli mannsins. Þú ert ekki einn um það á vorum dögum. En sá sannleikur, sem Drottinn trúði kirkjunni fyrir í önd- verðu, breytist ekki, þótt margir mæli gegn. Rök þín, er þú nefnir sönnun, tekur þú úr orðum Drottins um börnin: „Slíkra er guðsríkið". Kirkjan liefur ávallt skilið þau orð á aðra lund. Lút- herska kirkjudeildin kennir, „að frá falli Adams fæðist allir menn, sem á eðlileg- an hátt eru getnir, með synd, þ. e. a. s.: án guðsótta, án trausts til Guðs og með tilhneigingu til hins illa, og að þessi sjúkdómur eða upprunaspilling sé í sannleika synd, dæmi seka og steypi í eilífa glötun öllum þeim, sem ekki end- urfæðast fyrir skírn og Heilagan Anda“. En þú virðist hallast að þeim, „sem neita því, að upprunaspillingin sé synd“ og „fullyrða, að maðurinu geti réttlætzt fyrir Guði af eigin kröftum skynsemi sinnar“. Þær kenningar getUr þú þó ekki flutt fyrir hönd lútherskr- ar kirkju, því að hún liefur hafnað þeim frá öndverðu og lítur svo á, að þær verði til þess ,.að gera lítið úr dýrðlegri verðskuldun Krists og velgerningum“. Þér kann að finnast ég geri þér upp rangar skoðanir, en ég er viss um, að sá, sem trúir á guðsneistann, hið góða í manninum og óendanlega þroskamögu- leika mannsins, missir sjónir á dýrðlegri verðskuldun Krists og hjálpræði hans. Því bið ég þig, vinur, slepptu trúnni á mannspartana, hjartaþelið og allt slíkt, sem nöfnurn tjáir að nefna, einnig trúnni á óendanlegt gildi mannssálarinnar. Hið eina, sem dugir til hjálpræðis, er Krist- ur, sem „elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss sem gjöf og fórn Guði til þægilegs ilms“, Efes. 2,2. Allir eru þeir fallnir frá, allir spilltir orðnir, og þó segir Frelsarinn: „Slíkra er guðs- ríkið“. Ekki er það vegna guðsneistans og hins góða í manninum, heldur af einskærri náð og gæzku Guðs. Ekki af verkum, heldur af náð fyrir trú á Krist. Sæll er sá, sem trúir. Hvar er þá hrós- un vor? Ilún er engin. En honum, sem elskaði oss og dó fyrir oss, sé dýrðin og heiðurinn og mátturinn um aldir alda. Amen. Magnús Runólfsson.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.