Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 58

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 58
184 VÍÐFÖRLT ilieim heimilum, sem eiga hljóðfæri, mun grípa til hennar við ýms tækifæri. Þegar Sálmabókin n5rja kom út, hygg ég að flestum, sem kvnntu sér hana og vildu dæma liana af sanngirni, hafi ])ótt betur takast til um undirbúning hennar en menn jafnvel höfðu vonað. Gallalaus er hún þó sjálfsagt ekki. Auð- séðir eru nokkrir smávægilegir gallar, sem auðveldlega mælti laga í næstu prentun. Tveir gallar finnst mér vera á henni, sem snerta Sálmasöngsbókina. Annar er sá, að dálítið hefur verið hringlað með lagboða. Það kemur sér illa, þegar Sálmasöngsbókin er notuð. Lagboði er heiti lagsins, án tillits til þess, hvaða texti er sunginn við það. — Hinn er sá, að í Sálmabókina hafa verið tekin nokkur Ijóð, sem eiga þar ekki heima. Það getur orðið til þess að í Sálmasöngsbókina komist lög, sem eiga þangað ekki erindi. Allmargir sálmar voru felldir úr gömlu bókinni, en þó fleiri nýjum bætt við, því 37 sálmum fleira er í nj'ju bókinni en var í þeirri gömlu. Þetta, og einkum þó, að sumir nýju sálmarn- ir eru undir bragarháttum, sem fyrir- finnast ekki í gömlu bókinni, hefur orsakað þörfina fyrir viðbót við Sálma- söngsbókina og gert það nauðsynlegt að koma henni á prent hið fyrsta. Og hér er viðbótin komin, 97 lög. Og er það ekki lítið. Fyrsta boðorð útgefendanna hlýtur að hafa verið að sjá fyrir lögum við nýju bragarliættina og hafa þeir lejTst þann vanda. Það er vorkunn þó að þeir birti ekki lag við kvæðið „Þú, mikli, eilífi andi“, enda þótt tveir nefnd- armannanna liafi samið lag við það. Sennilega verður þess líka langt að bíða, að það verði sungið við messur í íslenzkum kirkjum. Auk laganna við nýju bragarhættina eru hér mörg lög við gamla og þekkta hætti. Ætla ég að mikill fengur muni þykja í sumum þeirra. Þá er ánægjulegt að sjá, hvað hér eru inörg íslenzk lög, en þau eru 62. Vitanlega segir það ekki til um gæði bókarinnar, því að þótt nú sé stund- um talað um íslenzka kristni, segir það ekkert til um gildi sálmalags, hvort íslenzkur eða annarar þjóðar maður hefur samið það. En svo mun fara um þessi lög og aðrar nýjungar í bókinni, að re^mslan mun skera úr, hver vinna sér hefð og verða vinsæl. — Þess má geta, að af íslenzku lögunum eru 28 eftir Björgvin Guðmundsson. Ég hef þó ekki veitt eftirtekt nema einu af þeim lögum, sem hann birti eflir sig í ,.Prestafélagsritinu“ á árunum kringum 1930. Ekki er hér heldur lag Páls Isólfs- sonar „Eg kveiki á kertum mínum“, sem birtist í „Ivirkjublaðinu“ fyrir fáum árum. Yfirleitt virðist útgáfunefndin ekki hafa kært sig mikið um að taka mikið af íslenzkum lö,gum, sem áður hafa birst á prenti. Vandséð hvað veldur. Þá er þess að geta, að bókin skiptist í tvo kafla. I fyni kaflanum eru lög, sem ætluð eru til almenns safnaðar- söngs. I seinni kaflanum — Stólvers — lög, sem ætluð munu vera til þess að hægt sé að grípa til þeirra við hátíð- leg tækifæri. Fyrirsögnin „Stólvers“ er dálítið villandi eða ekki heppileg. Dálít- ið er erfitt að sjá. eftir hvaða regluin hér hefur verið dregið í dilka. Sumir sálmarnir eru birtir undir lögum 1 báð- um köflum bókarinnar. Allt að því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.