Víðförli - 01.09.1947, Page 58

Víðförli - 01.09.1947, Page 58
184 VÍÐFÖRLT ilieim heimilum, sem eiga hljóðfæri, mun grípa til hennar við ýms tækifæri. Þegar Sálmabókin n5rja kom út, hygg ég að flestum, sem kvnntu sér hana og vildu dæma liana af sanngirni, hafi ])ótt betur takast til um undirbúning hennar en menn jafnvel höfðu vonað. Gallalaus er hún þó sjálfsagt ekki. Auð- séðir eru nokkrir smávægilegir gallar, sem auðveldlega mælti laga í næstu prentun. Tveir gallar finnst mér vera á henni, sem snerta Sálmasöngsbókina. Annar er sá, að dálítið hefur verið hringlað með lagboða. Það kemur sér illa, þegar Sálmasöngsbókin er notuð. Lagboði er heiti lagsins, án tillits til þess, hvaða texti er sunginn við það. — Hinn er sá, að í Sálmabókina hafa verið tekin nokkur Ijóð, sem eiga þar ekki heima. Það getur orðið til þess að í Sálmasöngsbókina komist lög, sem eiga þangað ekki erindi. Allmargir sálmar voru felldir úr gömlu bókinni, en þó fleiri nýjum bætt við, því 37 sálmum fleira er í nj'ju bókinni en var í þeirri gömlu. Þetta, og einkum þó, að sumir nýju sálmarn- ir eru undir bragarháttum, sem fyrir- finnast ekki í gömlu bókinni, hefur orsakað þörfina fyrir viðbót við Sálma- söngsbókina og gert það nauðsynlegt að koma henni á prent hið fyrsta. Og hér er viðbótin komin, 97 lög. Og er það ekki lítið. Fyrsta boðorð útgefendanna hlýtur að hafa verið að sjá fyrir lögum við nýju bragarliættina og hafa þeir lejTst þann vanda. Það er vorkunn þó að þeir birti ekki lag við kvæðið „Þú, mikli, eilífi andi“, enda þótt tveir nefnd- armannanna liafi samið lag við það. Sennilega verður þess líka langt að bíða, að það verði sungið við messur í íslenzkum kirkjum. Auk laganna við nýju bragarhættina eru hér mörg lög við gamla og þekkta hætti. Ætla ég að mikill fengur muni þykja í sumum þeirra. Þá er ánægjulegt að sjá, hvað hér eru inörg íslenzk lög, en þau eru 62. Vitanlega segir það ekki til um gæði bókarinnar, því að þótt nú sé stund- um talað um íslenzka kristni, segir það ekkert til um gildi sálmalags, hvort íslenzkur eða annarar þjóðar maður hefur samið það. En svo mun fara um þessi lög og aðrar nýjungar í bókinni, að re^mslan mun skera úr, hver vinna sér hefð og verða vinsæl. — Þess má geta, að af íslenzku lögunum eru 28 eftir Björgvin Guðmundsson. Ég hef þó ekki veitt eftirtekt nema einu af þeim lögum, sem hann birti eflir sig í ,.Prestafélagsritinu“ á árunum kringum 1930. Ekki er hér heldur lag Páls Isólfs- sonar „Eg kveiki á kertum mínum“, sem birtist í „Ivirkjublaðinu“ fyrir fáum árum. Yfirleitt virðist útgáfunefndin ekki hafa kært sig mikið um að taka mikið af íslenzkum lö,gum, sem áður hafa birst á prenti. Vandséð hvað veldur. Þá er þess að geta, að bókin skiptist í tvo kafla. I fyni kaflanum eru lög, sem ætluð eru til almenns safnaðar- söngs. I seinni kaflanum — Stólvers — lög, sem ætluð munu vera til þess að hægt sé að grípa til þeirra við hátíð- leg tækifæri. Fyrirsögnin „Stólvers“ er dálítið villandi eða ekki heppileg. Dálít- ið er erfitt að sjá. eftir hvaða regluin hér hefur verið dregið í dilka. Sumir sálmarnir eru birtir undir lögum 1 báð- um köflum bókarinnar. Allt að því

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.