Víðförli - 01.09.1947, Page 62
VIÐ MALELDA
AÐ FELA SKÖMMINA
Sú saga er sögð, að þegar Friðrik
konungur 8. kom hingað til lands
forðum, hafi bær einn í þjóðbraut aust-
an Fjalls verið að falli kominn sök-
um elli og vanhirðu og svo útlits, að
sæmd landsins þótti við liggja, að hann
kæmi ekki fvrir augu konungs og föru-
neytis hans. En á hiim bóginn lá þjóð-
vegurinn við túnfótinn og hlaut því
hið tigna lið að fara þar um.
Sennilega hafa ábyrgir menn ekki
orðið þessa vanda varir, fyrr en á síð-
ustu stundu og varð engum venjuleg-
um bjargráðum við komið. Þá hug-
kvæmdist einhverjum það heillaráð að
fela skömmina, meðan kóngur færi hjá
og var að beztu manna ráði útvegað
segl og breitt yfir hrófið. Þannig var
sóma lands og þjóðar bjargað í það sinn
á þeim vettvangi.
Engin ábyrgð skal á því tekin, að
sagan sé sönn, þótt hún sé í munnmæl-
um eystra.
I sumar komu hingað til lands tign-
ir gestir frá Noregi og var viðbúnað-
ur mikill, svo sem sjálfsagt var. Sú
saga komst á kreik, að á síðustu stundu
undirbúningsins undir komu þeirra hafi
vaknað einhver uggur um, að þessir
sögufróðu gestir myndu vilja koma í
Skálholt og sjá þann stað, sem hæst
,ber að tign og helgi í sögu landsins.
Ekki fylgdi það sögunni, að neinn
treystist til að útvega þær voðir, sem
entust til þess að fela skömm lands-
ins á þeim vettvangi. Hinsvegar heyrð-
ist, að í ráði væri að gera kirkjuna
messufæra og fjarlægja alræmt mann-
virki, sem laust niður í kirkjugarð-
inn fyrir nokkrum árum úr ókunnum
heimi.
Það reyndist satt í þessu, að kirkj-
an í Skálholti hefur verið máluð utan
í sumar. Áður var hún rauðskjöldótt,
nú er hún grá eins og grjótið í kring.
Ennfremur hafa verið settir í hana ný-
ir gluggar. Aður héldu þeir ekki rúð-
um sakir fúa og höfðu kassafjalir fyrir
gluggaopum lengi verið eitt af svipein-
kennum þessa hörmungarhúss. Ekkert
frekar hefur verið aðhafzt á staðnum,
að séð verði, hvorki til góðs né heldur
ills, svo að útkoman er eftir atvikum
bærileg. Á barðinu, sem ætlað er til
undirstöðu undir sunnlenzka búvizku,
hafa hins vegar einhver moldarverk
verið unnin, en ekki er vitað, hvort
það hefur þótt sýningarhæft tignum
útlendingum eða líklegt til að auka
hróður landsins eða hylja skuggahlið-
ar íslenzkrar menningar. Vísast mega
framkvæmdir í Skálholtslandi taka
aðra stefnu jafnframt, áður en ugglaust
verður um virðingu Islendinga af við-
skiptum þeirra við Skálholtsstað.