Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 64
190
VÍÐFÖRLI
fremur en veiklaðist, — ef kostur væri.
Þetta sjónarmið réði afstöðu undir-
ritaðs — og margra annarra — til
þeirrar álvktunar, sem fyrir lá og sam-
þykkt var. Orðalag hennar var á ýms-
an veg ófullnægjandi og mundi efaíaust
valda ágreiningi. ef brotið \æri til
mergjar. En beir. sem heils hugar og
hiklaust vilja standa á grundvelli opin-
berunarinnar í Kristi og ekkert vita til
sáluhjálpar annað en Krist og hann
krossfestan, máttu vel samþvkkja
hana. úr því þeir eru og vilja vera í
þjóðkirkju Islands, slík sem hún er.
Það er stundum að sjá og heyra sem
aðrar opinberanir af ýmsu tagi en sú,
sem ályktunin talar um, eigi dálítil ítök
í íslenzkri prestastétt. Hvernig þeir,
sem slíkt virðast telja til höfuðdyggða,
ætla sér að rækja þá skuldbindingu,
sem í samþykkt þessarar ályktunar
felst, það gefur tíðin að vita — og
mun þegar komin nokkur raun á það.
Annað mál er svo það, að einingu
kirkjunnar verður ekki til vegar kom-
ið með því að samþykkja ályktanir,
ekki raunverulegri einingu, þeirri, sem
Jesús á við í bæn sinni: Allir eiga þeir
að vera eitt. Hver er sú eining? Hann
segir: Allir eiga þeir að vera eitt, — eins
og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, eiga
þeir einnig að vera í okkur, til þess að
að heimurinn skuli trúa, að þú hafir
sent mig.
Hér er um lífseiningu að ræða, sama
lífið, sama huga og vilja. Orsakir þess,
að þessi eining er ekki veruleiki í vorri
kirkju í dag, er sú, að oss skortir holl-
ustu, auðmýkt, hlýðni, helgun. Leiðin
til lækningar þessa meins er ein og að-
eins ein: Að vér látum uppbyggjast. í
vorri helgustu trú, þeirri, sem kirkj-
unni hefur í eitt skipt.i fyrir öll verið í
hendur seld (sbr. Júd. v. ?, og 20). Sam-
þykktir geta verið góðar. En hver telur
sig bundinn af samþvkktum í kirkju,
sem telur menn tæplega bundna af
vígsluheitinu og virðist álíta ótakmark-
að ..kenninrafre!si“ sína höfuðprýði?
Fáum dögum eftir að prestastefnu
Tslands lauk, kom saman alþjóðlegt
kirkjuþing lútherskra manna. Islenzka
þjóðkirkjan sendi fulltrúa á það þing og
gerðist aðili að heimssambandi lút-
hersku kirkjunnar. Það samband hefur
skýran og ótvíræðan kenningargrund-
völl, margsinnis samþykktan af full-
trúum hinnar alþjóðlegu, lúthersku
kirkju. Islenzku fulltrúarnir í Lundi
gerðu ekki, að því er heyrst hefur, á-
greining um þetta mál. Hverjir eru svo
þeir, sem spilla fvrir kirkjulegri einingu
á Islandi? Eru það þeir, sem óskiptum
huga fallast á þennan grundvöll, sem
lútherska kirkjan í heild stendur á, og
vinna allt sitt starf í kirkju Islands í
samræmi við hann, eða hinir, sem ekki
samþykkja þessi almennustu og sjálf-
sögðustu grundvallaratriði og' nota
jafnvel embætti sín að nokkru leyti til
þess að vega að þeim og gera þau tor-
tryggileg í augum íslenzkrar alþýðu?
PRESTAFÆÐ OG JÁTNINGAR
Er það óttinn við játningaþvingun,
samvizkufjötra, bókstafsþrælkun, sem
veldur tregðu ungra manna íslenzkra
til þess að takast á hendur prestsstarf?
Svo var að heyra á erindi, er sr. Sveinn
Víkingur flutti á útvarps-kvöldvöku
..Bræðralags“ á næstliðnum vetri.
Greinin „Þjóðkirkja Islands, játningar
og vígsluheit“, sem birtist í þessu hefti
Víðförla, er rituð í tilefni af ýmsum