Jólablað barnanna - 01.12.1948, Page 11

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Page 11
J ÓLABLAÐ BARNANNA 11 'i Það var komið fram á kvöld og orðið dimmt. Vagn kom á fleygiferð eftir veginum. I vagninum sátu karlmaður og kvenmaður, en ökumaður sat í fmmsæt- inu og hafði stjórn á hest- unum. Þau, sem í vagnin- um sátu, hötðu margt að tala um, en þegar á ferð- ina leið, töluðu þau færra, og horfðu með eftirvænt- ingu fram eftir veginum. Allt í einu námu hest- arnir staðar. Trénag'inn, sem hélt öðrum vagnkjálk- anum hafði hrokkið úr kengnum. Naglinn var sem sé orðinn slitinn og háll. „Bara að ég hefði nú blað- snepil, til að vefja utan um naglann,“ tautaði ökumað- urinn, og í sama vetfangi rak hann augun í blað, sem lá rétt við fætur hest- anna. Hann tók það upp og braut það í sundur. „Þetta lítur út fyrir að vera sendibréf," sagði hann við þau, sem í vagninum sátu. Maðurinn kveikti á eld- spýtu, til að geta lesið hvað á miðanunt stæði, og á næsta augnabliki rak kon- an upp undrunaróp. „Nei, þetta er alltof gott utan um naglann," sagði hún, og tárin runnn niður eftir kinnum hennar. Hvaða fólk skyldi þetta hafa verið? — Það er ekki til neins að leyna því, að þetta voru foreldr- ar Péturs og Grétu litlu, og bréfið, sem þau fundu, eða réttara sagt símskeytið, var einmitt það, sem börnin höfðu sent rnörnmu sinni. Var þetta ekki dæmalaus tilviljun? Þau hefðu bara átt að vita það, börnin tvö, sem sátu hrygg heima, að foreldrar þeirra væru svona nærri, og að þau hefðu í raun og veru þegar fengið símskeytið! Pabbi þeirra var orðinn heilbrigður aftur, og í vagninum voru bæði jólagjafir og ýmislegt smávegis handa Pétri og Grétu litlu. Þau læddust nifiur stigunn. Og vagninn þaut áfram í myrkrinu, sem alltaf varð svartara og svartara. En heima á Lyngstöðum var fátt um að vera. Lína frænka hafði skipað þeim Pétri og Grétu litlu að fara að hátta, þegar þau voru búin að borða kvöldmatinn. Hún var sjálf svo illa haldin, að hún varð fegin hverri stundinni, sem hún þurfti ekki að vera á stjái. Börnin höfðu hlýtt henni að nokkru leyti; þau höfðu farið strax upp til sín, en þeim var ómögulegt að fara að sofa, því eftirvænt- ingin hélt huga þeirra föngnum.

x

Jólablað barnanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.