Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Qupperneq 7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 5 fylgdist vel með því sem fram fór. Hann var harður við synina og vildi að þeir fiskuðu og þá var líka allt í lagi ef vel veiddist. Oft bar á góma hjá þeim feðgum að fara að verka fisk en að sögn Jóns Steins var Halldór ekki á því að það yrði gert. Hjörtfríður Hjartardóttir „Við vorum búnir að sjá að Villi Jóns og seinna Gvendur Jens stórgræddu á saltfiskinum sem þeir framleiddu, en við lönduðunr alltaf hjá öðrum. Seinna reistum við svo fiskverkunina Stakkholt það gekk mjög vel fyrstu árin bæði í saltfiski og rækju. Glæsilegur floti Arið 1959 fáum við fyrsta bát- inn, Jón Jónsson SH 187, sem við tókum ákvörðun um að láta smíða á Akureyri. Þá voru hafnar- skilyrðin farin að lagast og stærri bátar að koma í Ólsaraflotann. Utgerðin gekk vel hjá okkur og einhverjir peningar voru til og við vildum stærri báta. Það er ákveðið að ég verði skipstjóri á Jóni en hann var 70 lesta tréskip. Þar sem ég var ekki með réttindi varð ég að fara í Stýrimannaskólann í Reykjavík og náði mér þar í 120 tonna réttindi”. Þess má geta að Jón Steinn hefur verið góður námsmaður því hann fékk 1. ein- kunn frá Stýrimannaskólanum. „Árið eftir kom svo Steinunn SH 207 sem Kristmundur tók og síðast kom Halldór Jónsson SH 217 sem Leifur var með en hann var 95 lestir. Fyrstu árin á Jóni vorum við á síld á sumrin og net- um á veturna. Eftir að síldin minnkaði fórum við á fiskitroll á sumrin sem þá fór vaxandi”. Þetta var sannanlega glæsilegur floti sem þeir Stakkholtsfeðgar voru með en einnig áttu þeir bæði Bjarna Ólafsson og Glað, en Leif- ur var skipstjóri á Bjarna áður en hann tók við Halldóri Jónssyni. Jón Steinn var mikill fiskinraður, ldár trollskipstjóri og hann naut sín vel á því veiðarfæri. Olgeir Gíslason var stýrimaður fyrstu tólf árin sem Jón Steinn var með Jón Jónsson. Hann sagði að gott hefði verið að vera með honum. Jón Steinn var fljótur að tileinka sér allar nýjungar sem fram komu. Mikil veiði var í trollið á árunum í kringum 1970 bæði fyrir sunnan Nes og einnig í Faxaflóa og á Flákanum og allsstaðar var Jón Steinn með góðan afla. Fiskverkunarhúsið reist Árið 1977 reisir Stakkholt hf fiskverkunarhús en fjölskyldan hafði árið 1966 stofnað hlutafélag um útgerðina. „Þetta var 800 fm húsnæði og ætlað til saltfiskverkunar. Fyrsti verkstjórinn hjá okkur var Berg- þór Steinþórsson frá Varmalæk, sem hann var oft kenndur við. Það kom í ljós strax að þetta var allt of lítið hús. Við vorum með þrjá báta þá Jón Jónsson, Matt- hildi og Halldór Jónsson og það var góð veiði. Við urðum að fara með fiskinn á brettum um allt pláss m.a. settum við inní Gamla Pakkhúsið. Næsta ár byggðum við svo 1200 fm við húsið. Arið 1986 settum við svo þar upp rækjuverk- smiðju sem gekk vel fyrstu árin. Þetta ár sem við förum að verka þá er um það rætt að einn af okk- ur bræðrunum verði að fara í land. Það varð úr að ég fór í land til að vera yfir þessu. Við Jóni tók þá Brynjar sonur Kidda bróðurs. Þá er ég búinn að vera skipstjóri í alls um 30 ár. Eg var nú ekkert allt of ánægður með að hætta á sjónum. Mér gekk vel að fiska og leið vel á sjónum þó fæturnir væru að drepa mig. Það var kannski enginn furða að fæturnir gáfu sig því að það tíðkaðist ekki að stólar væru í stýrishúsi báta hér áður fyrr og maður stóð stundum allan sól- arhringinn, sérstaklega á trollinu. Það var bara aðalmálið að fiska nógu mikið. Keldan og varðskipið Eg get .sagt þér frá einum túr. Þá förum við einn morguninn á Jóni út á Keldu en þá mátti ekki veiða þar. Ég læt trollið fara og ég fæ al- veg fullt deldk af stórum fiski. Ég læt hlerana fara aftur en þá sé ég varðskipið við Nesið og þeir gefa í botn og reykurinn kolsvartur upp- úr strompinum. Við tökum troll- ið inn. Þá er fullt af bátum að toga í Brúninni. Ég fer á hægri ferð norður í Á1 og varðskipið fer rétt hjá mér en þeir skipta sér ekk- c Jón Jónsson með fullfermi af síld á Raufarhöfn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.