Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 71
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
69
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Ijósmóðir:
Minningar frá Ólafsvík
Það var í byrjun desember
1961, að ég steig út úr áætlunar-
bílnum vestur í Ólafsvík. Komið
var kvöld og skammdegismyrkrið
huldi bæinn, sem var mér ókunn-
ur með öllu. En hvaða erindi átti
ég á þennan ókunnuga stað, ein á
ferð með sængina mína í poka og
eina ferðatöslcu.
Allt á sér forsögu. Eg hafði lokið
námi í ljósmóðurfræðum á haust-
dögum 1960 og að námi loknu
unnið á Fæðingardeild Landsspít-
alans í eitt á , sem var góð starfs-
reynsla inni á þessari ágætu stofn-
un. Nú þegar ráðningartíma mín-
um var lokið, hafði ég lofað að
koma til Akureyrar 1. febrúar og
leysa vinkonu mína og skólasystur
af í barnsburðar fríi. Jafnframt var
ég ráðin í sumarafleysingar á Fæð-
ingardeild Landsspítalans næsta
sumar. Ég var því á lausum kili
um nokkurn tíma.
Læknirinn í Ólafsvík hringdi til
mín um þetta leyti og bauð mér
starf umdæmisljósmóður þar
vestra, en þá hafði ég ráðið mig í
fyrr nefnd störf. Þegar ég fór svo
að hugsa um þennan frítíma sem
framundan var, datt mér í hug að
gaman væri að fara vestur og
spreyta mig á að taka á móti
börnum í heimahúsum.
Það varð síðan úr að ég fór vest-
ur í byrjun desember og þarna var
ég komin, þekkti engan nema
hjónin Gunnar Bjarnason, frysti-
hússtjóra, og Herdísi Ólafsdóttur,
sem var frænka mín. Ég leitaði á
náðir þeirra hjóna um húsnæði og
var umsvifalaust tekin inn í fjöl-
skylduna sem var glaðvær og góð.
Ég auglýsti ekki komu mína, sótti
ekki um umdæmið, var bara á eig-
in vegum.
Ég fór á fund læknisins, Arn-
gríms Björnssonar, hann var orð-
inn nokkuð aldraður, lífsreyndur
og traustur maður. Honum þótti
nú lítill fengur að mér svona
skamman tíma, en tók mér vel, ég
fann strax að hér var maður sem
mér var óhætt að treysta. Þegar ég
yfirgaf Ólafsvík uppgötvaði ég
mér til undrunar að hann hafði
alltaf komið fram við mig eins og
jafningja, óreynda konu í ævin-
týraleit.
Hann afhenti mér töskuna
hennar Hallveigar Jónsdóttur, sem
hér var fædd og uppalin, og ljós-
móðir á staðnum síðustu fimmtán
ár. Síðar kynntist ég Hallveigu og
starfaði með henni í eitt ár, en
hún lést aðeins 56 ára gömul.
Hún var góð kona í orðsins fyllstu
merkingu.
Ég hafði ekki mikið í höndun-
um mér til halds og trausts, féklc
þó deyfilyf hjá Arngrími sem
hann bað mig að fara sparlega
með. Hann sagðist vilja vera við-
staddur fæðingarnar, ég var ánægð
með það. Engin regluleg mæðra-
skoðun var á staðnum, engar
mæðraskrár fyrir hendi. Hallveig
hafði litið eftir konum og hafði
allan fróðleik um þau mál í sínum
kolli, og nú var hún flutt burt úr
Ólafsvík. En það var von á börn-
um. Það var hávetur, sérfræðinga-
hjálp og skurðstofa í órafjarlægð.
Hvað var ég að ana úti? Nokkrar
konur höfðu samband við mig og
ég reyndi að aðlaga mig aðstæð-
um, það hjálpaði mér að vera sjálf
úr sveit og vera ekki vön því að
hafa sérfræðingahjálp við húsvegg-
inn. En ég var auðvitað upptekin
af Landsspítalanum, þar sem var
fyrst og síðast hugsað um áhætt-
una og að koma í veg fyrir slys í
fæðingu. 16 desember var ég sótt.
Það kom á óvart að ég var sótt í
bíl og þurfti ekki að burðast með
töskuna dýrmætu. Bílstjórinn var
Alexander Stefánsson, alþingis-
maður, þeirra á Snæfellsnesi, systir
hans var komin í fæðingu, en
maður hennar var erlendis að
sækja bát, Jón á Stapa. Konan var
ein í húsinu þegar ég kom og hin
rólegasta, byrjaði á að gefa mér
kaffi. Ég spurði hvort hún hefði
enga hjálparstúlku „Jú, jú, hún
kemur þegar fæðingin verður af-
staðin". Hér var nú ekki stressið,
en ljósmóðirin var nú ekki jafn
róleg og taldi betra að einhver
væri til staðar í húsinu ef t.d þyrfti
að hringja til læknis eða rétta okk-
ur hjálparhönd. Hún Gestheiður
gerði mér það til þægðar að kalla á
stúlkuna. Ég var dálítið hissa á
þeirri tiltrú sem konan sýndi mér,
að ætla að hafa mig eina hjá sér,
ég var þessu varla viðbúin, ég kom
frá fæðingadeild þar sem skylda
var að læknir væri við allar fæð-
ingar og oft fjöldi aðstoðarfólks.
Fæðingin gekk hratt og vel, aðeins
of hratt því pilturinn viðbeins-
brotnaði við fæðingu, var 17
merkur og fjallmyndarlegur. Að-
eins tveim nóttum síðar var ég
vakin af værum blundi, og ég
hljóp út í nóttina með ungum
manni, léttum á fæti, en það var
ég líka. Við höfðum engan tíma
til samræðna enda leiðin stutt. Ég
hafði ekki hugmynd um hver var
að fæða eða hvert ég var að
hlaupa. Þarna var ung kona að
fæða sitt fyrsta barn. Ég fékk upp-
lýsingar frá móður hennar sem
stóð hjá dóttur sinni á náttsloppn-
um, að hún héti Jenný, væri búin
að vera með verki um nóttina, en
kvartaði ekki, og ætlaði að mæta í
sína vinnu á morgun ef verkirnir
liðu hjá. En nú var barnið alveg