Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 59
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 57 Mikill uppgangur var í Ólafsvík á þessum árum,Hraðfrystihús Ólafsvíkur tók til starfa, hafnarað- staða var bætt og komið upp vél- smiðju ásamt því að farið var að virkja Fossánna, Rjúkandavirkjun. Til staðarins komu iðnaðarmenn og fagfólk sem vann að uppbygg- ingunni með heimamönnum um lengri eða skemmri tíma. Ekkert hótel var þá starfandi í Ólafsvík, Garðarshúsið sem að hluta til hafði verið hótel og gistihús brann til grunna 16. janúar 1946. Rútudrengirnir hennar Engin gistiaðstaða var fyrir hendi. Var því brugðið á það ráð að koma fólki fyrir í gistingu úti í bæ. Sigríður var einstaklega lagin við að finna þá staði sem hent- uðu hverjum og einum. A hótel- inu í Félagsheimilinu var sérstök stemmning. Á þessum árum hafði bátum fjölgað mikið og fisk- vinnslan var hafin. Kom þá til Ólafsvíkur fjöldi fólks. Talið er að íbúafjöldinn hafi allt að því tvö- faldast þegar flest var. Á vetrarver- tíð kom fjöldi Færeyinga ásamt Is- lendingum allsstaðar af landinu, Vertíð stóð frá því í janúar og fram í miðjan maí. Oft voru á milli fimmtíu og sjötíu menn í mat. Stundum var tvísetið í saln- um, hluti þessara manna, þeir sem voru í beitningu hafði með sér nesti, var þetta því óhemju vinna við frumstæðar aðstæður. Að vertíð lokinni tók ferðamanna móttaka við og þeir voru margir útlendingarnir sem fengu gott viðurværi. Það bera mörg gömul póstkort vitni um. Á þessum árum unnu á Hótelinu hjá Sigríði hjá margar ungar stúlkur sem hún alla tíð mat mikils, enda var það ekki á allra færi að stunda þessa Bára Guðmundsdóttir og Adda Eggerts- dóttir nteð Siggu en þær störftiðu báðar hjá henni. vinnu,svo erfið sem hún var. Margar þessara kvenna minnast en í dag hve góður skóli hótelver- an hafi verið þeim. Með tím- anum urðu einstakir aðilar fasta- gestir hjá henni og höfðu sérstak- an sess í huga hennar, og áttu sín föstu sæti í matsalnum svo sem bílstjórar áætlunarbifreiða Helga Péturssonar sem fljótlega eftir að áætlunarferðir hófust fengu fæði og aðstöðu hjá henni. Fyrst Helgi sjálfur og synir hans „ rútu- drengirnir“ síðar bættust fleiri í hópinn. Starfsmenn sýslumanns- embættisins urðu síðar vikulegir gestir og Rótarý-klúbbfélögum sá hún fyrir veitingum í mörg ár. Nokkra karla Ymsir einstak- lingar höfðu fast fæði allan ársins hring og voru eins og heimilismenn. Það var gaman að fylgjast með þegar hún var að vinna og undir- búa veitingar það var eins og hún væri að fá ættingja og vini í heimsókn ekki viðskiptamenn. Sigríður var ein- stök afkastamanneskja við alla matargerð á undraskömmum tíma gat hún töfrað fram veislu- borð hvort sem var með mat eða kaffi. Hún sá um flestar veislur og opinberar veitingar í bænum í áratugi og var víðkunn fyrir rausn sína og myndarskap. Engan hefur maður heldur séð sýna svo mikla gleði og ákafa við að koma að liði og bjarga málum sem upp komu á hverjum tíma, það var henni metnaðarmál að allir gætu notið hins besta atlætis sem til Ólafsvíkur komu. Sigríður vann í þessum hótelrekstri á ann- an áratug, en var ekki tilbúin til að hætta þó hún eltist og aðstæð- ur breyttust þannig að honum var hætt. Fluttist húij þá aftur heim á Ólafsbraut 44 með „nokkra karla” sem hún hafði í fæði. Ættum fleiri hennar iíka Jón lést 12. febrúar 1979 þá lá Sigríður á Sjúkrahúsi á Akranesi eftir áfall sem hún varð fyrir. Eftir miklar og strangar æfingar kom hún heim aftur og tók til við fyrri iðju, vera með heimilishald og nokkra menn í fæði, því hélt hún áfram til síðasta dags. Vinnudagur Sigríðar var oft langur, og ekki alltaf spurt um hvort einhver pen- ingalegur ávinningur hefðist upp úr öllu erfiðinu. Það var ekki hennar stíll. Hennar leiðarljós og markmið var fórnfús vilji við að hjálpa og greiða götu annarra, vinna allt eins vel og kostur var á. Þeir áttu líka gott sem áttu vin- áttu hennar, þeir voru ekki alls- lausir. Sigríður lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 27. september 1985. Sigríður var ein þeirra Ólafsvík- inga sem samferðafólk tók eftir og mat mikils. Hún naut virðingar og velvilja allra sem til hennar þekktu enda vildi hún gera vel við alla og lagði öllum góðum málum lið og við hér í Ólafsvík, værum vel sett ef við ættum fleiri hennar líka. Þrjár látnar heiðurskonur, Þórunn Gunnlaugsdóttir, Sigríður og Lára Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.