Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 52
50
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
Kristófer jónasson:
Stóri róðurinn á Snæfellinu SH 197
Munnaðferðin
Það var settur nýr dýptarmælir í
bátinn en enginn mælir hafði ver-
ið í honum áður. Til að þessi
mælir sýndi lóðningu þurfti að slá
af og keyra hæga ferð.
Við byrjuðum í júnímánuði og
fiskað var út af Jöklinum ca. 10-
20 sjómílur. Við lönduðum á
ýmsum stöðum. I Krossavíkinni
á Hellissandi, í Grundarfirði, í
Hafnarfirði en minnst í Ólafsvík.
Þeir sem voru á Snæfellinu voru
Tryggvi Jónsson skipstjóri, Hösk-
uldur Magnússon vélstjóri, Bjarni
Arngrímsson matsveinn, Steinn
Randversson, Kristján Alfonsson
og undirritaður voru hásetar.
Eitthvað var um að Snæfellið væri
kallað barnaheimilið vegna þess
hve ungir við vorum nema
Tryggvi og Höskuldur. Mig
minnir að við værum með rúm 40
reknet. Þá voru notaðir belgir úr
segldúk með tjöru í og voru þeir
blásnir upp með munnaðferðinni,
vorum við allir tjörugir um kjaft-
inn eftir blásturinn og hlógum við
svo hver að öðrum því enginn
vissi hvernig hann leit sjálfur út.
Síld uppí klof
Var nú byrjað á veiðunum og
gekk allt ágætlega bæði vinnan og
veiðin, en langt var oft í löndun-
arhöfn eins og áður segir enda
ganghraði bátsins ekki mikill.
Við vorum búnir að róa nokkuð
lengi þegar eina nóttina varð fljót-
lega mjög þungt á belgjunum og
fóru þeir að færast í kaf í öldurnar.
Snæfell SH 197.
Var þá óðar byrjað að draga netin
og var mjög mikil síld í þeim sér-
staklega í fyrri hluta trossunnar.
Hækkaði nú óðum í bátnum lest-
in fylltist og þegar einnig fór að
hækka á dekkinu varð erfitt að
draga netin eftir ganginum og
hrista úr þeim þar sem við vorum
á kafi í síld upp í klof. Þar kom
að ekki komst meiri síld í bátinn
án þess að renna í sjóinn aftur og
voru þá 8 net ódregin. Voru þessi
8 net síðan hífð inn með
bómunni og þeim staflað ofan á
síldina íyrir framan stýrishúsið.
Var haugurinn svo hár að rétt sá
yfir hann út um stýrishúsglugg-
ann. Það vildi okkur til happs að
mesta síldin var í fyrri hlutanum
næst bátnum en minnst í síðustu
netin ,annars hefði trossan soldtið
og við ekki náð henni upp. Ekki
man ég hvað við vorum lengi að
draga netin en við vorum það
lengi að Vígiundur Jónsson, sem
var með Fróða 36 tonna bát sem
hann átti ásamt Snæfellinu, var að
koma úr löndun frá Reykjavík tók
á sig krók til að sjá Snæfellið með
þennan farm en við vorum á leið
til Hafnarfjarðar.
Þegar þangað kom var síldin
farin að síga dálítið og betra að
standa í henni.
Var þá farið að hrista út netun-
um, en síldin nú mjög föst í þeim
og rifnuðu þau mikið við það.
Var nú sýnt að ekki yrði landað
Það var seinnipart vetrar árið
1953 að Tryggvi Jónsson skip-
stjóri spurði mig hvort ég vildi
vera með sér á reknetum á Snæ-
fellinu á komandi sumri. Ég
hafði fengið vinnu um veturinn í
Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, en
erfitt var að fá vinnu á þessum
árum. Var þetta því freistandi til-
boð, en einnig þurfti að hugsa um
heyskapinn í sveitinni o.fl.. Sagði
ég Tryggva því að óvíst væri hvort
ég gæti þetta vegna heyskaparins
og ég yrði að tala við pabba um
þetta. Tryggvi sagði þá að það
væri hægt að styðja eitthvað við
það, og ég gæti fengið herbergi og
fæði hjá sér þegar verið væri í
landi. Ég ræddi síðan við pabba
um þetta og ákváðum við að ég
tæki þessu.