Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 78

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 78
_76________________________________ Ferðin hefur tekið upp undir hálf- tíma. Þegar ég stoppa bílinn og ætla út, rennir Kristján á mig aug- unum, kímir eins og honum ein- um er lagið og segir: „Ingi við Halldór Benediktsson. gleymdum verkfærunum”. Eg hef vissulega sterkar taugar til þessa byggðarlags, var aðeins 19 ára þegar ég giftist þangað, manndómsárin mótuðust vissu- lega þar í höndunum á góðu fólki og fögru umhverfi. Ég vil svo óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadag- inn Að lokum vil ég nefna þá vöru- bílstjóra sem voru í Neshreppi utan Ennis á þessum tíma: Halldór Benediktsson, Ásbyrgi, f. 6. maí 1920, d. 27. október 1993. Kallaður Dóri Bensa og átti lengstan starfsaldur í okkar hópi. Hann notaði ávallt númerið P-5 á bílum sínum. Halldór var traustur maður, sérstaklega snyrtilegur í orði og athöfnum og voru bílar hans til fyrirmyndar. Hann var umboðsaðili fyrir Skeljung, ók mikið fyrir Hraðfrystihús Hell- issands og Skarðsvík. Hann var með krana á bíl sínum sem hann notaði mikið, Flutti til Reykjavík- ur1979. Gísli Ketilsson, Þórsbergi (Gíslavillu), f. 24. desember 1915. Hann var með P-214 á sínum bíl- um. Góður maður við samborgara sína og hefur gert mörgum mann- inum greiða, m.a. seldi hann mér fyrsta vörubílinn minn. Gísli var fyrsti bíll hjá Kaupfélaginu og Jökli. Einnig hafði hann umboð fyrir Olíufélagið og snéri sér síðan Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 alfarið að þeirri starfsemi. Gísli lif- ir nú í hárri elli í villu sinni sáttur við lífið og tilveruna. Tryggvi Eðvarðsson, Svanhóli, f. 12. febrúar 1917, d. 8. desember 1979. Var lengst af á Bensum með númerið P-103. Skemmtilegur maður og orðheppinn með af- brigðum. Svo orðheppinn að hann varð stundum hissa á sjálf- um sér og sagði: „Nei strákar, sagði ég þetta?” Tryggvi var fyrsti bíll hjá Skarðsvík og ók einnig fyrir frystihúsið. Tryggvi hafði það fyrir sið í vegavinnu á Utnesvegi að hann sturtaði ávallt hlassinu á veginn eftir kennileitum t.d. við Móðulækinn, Djúpadal, Hvarf- brekkur, Saxhól, Litlu Hellu, Garða, Arnarkletta o.s.frv., við þessar brekkur og hinar beygjurn- ar. Af honum lærði ég mest um staðhætti á þessu svæði. Tryggvi var lengi formaður sjómannadags- ráðs á Hellissandi. Kristjón G. Guðmundsson, bjó í Móabæ og síðar í Háarifi 15, f. 9. mars 1908, d. 17. apríl 1991. Kallaður Kiddi Bersi vegna þess að hann bjó lengi í Beruvík. Hann var síðast á Volvo og númerið á honum var P-32. Kiddi Bersi var dugnaðarforkur þegar í vinnu var komið og lét sinn hlut ekki fyrir neinum. Honum leiddist þegar lítið var að gera og gat þá orðið nokkuð þungur á brún en var Tryggvi Eðvarðsson. allra manna glaðastur í góðra vina hópi og sagði gjarnan þegar hann vildi komast að: „Á ég að segja ykkur nokkuð?” Kiddi Bersi var umboðsmaður fyrir Olís og ók fiski m.a. fyrir Sigurð Magnússon ofl. Hann fluttist til Reykjavíkur þegar hann tók að dasast. Kristinn Haraldsson, bjó lengst af í Hárifi 9, f. 15. mars 1925, d. 15. janúar 1987. Kallaður Diddi Halla, duglegur maður Diddi. Best man ég eftir honum á rauð- um Scanía P-508. Diddi átti Kristinn Haraldsson. trillubát fyrr á árum sem Farsæll hét en var ávallt kallaður Krummi. Hann réri þegar tæki- færi gáfust frá akstri og var talinn afar laginn og fiskinn á sjó. Einnig stundaði hann töluvert beitningar. Hann sá um akstur fyrir Saxham- ar af einstakri natni, fiskverkun Sigurðar Ágústssonar og fleiri. Kristófer Snæbjörnsson, bjó á Hellu, f. 6. maí 1918, d. 1. októ- ber 1997. Kallaður Kiddi Snæ. Sá lengst af um vöruflutninga milli Reykjavíkur og Hellissands. Skrá- setningarnúmerið á hans bílum var P-142. Ákafamaður til vinnu og lét þar ekki sinn hlut eftir liggja. Var drenglundaður mjög og ákaflega gott að ferðast með honum. Kristófer snéri sér síðan að almennum vörubílaakstri hin síðari ár og stundaði þá m.a. grjótflutninga í hafnargarða á ut- anverðu Snæfellsnesi. Hann flutti til Reykjavíkur þegar elli kerling tók að kippa í hann. Herlauf Clausen, bjó lengi í Skuld, f. 7. ágúst 1926. Léttur maður og kátur sem sá samferða- menn sína oft í gamansömu ljósi. Hafði númerið P-433 á bílum sínum og ók mikið fyrir Hrað- frystihús Hellissands og Jökul. Fluttist til Reykjavíkur árið 1979 og stundaði m.a. vörubíla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.