Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 74
72 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 1999 Hátíðarhöldin í tilefni Sjó- mannadagsins hófust á laugardag- inn 5. júní á Hótel Höfða ld 11.00 með fundi sem Hafrann- sóknarstofnun hélt. Hann byrjaði með því að útibússtjóri Hafró í Ólafsvík Jón Sólmundsson bauð fundarmenn velkomna sem voru fjölmargir. Því næst tók til máls Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró. Ræddi hann um stofnun- ina og veiðiráðgjöfina í mjög fróð- legu erindi. Fundarmönnum var síðan boðið að spyrja Jóhann um málefnið og spunnust um það fjörlegar umræður sem jafnan eru þegar rætt er um fiskveiðistjórn. Menn voru sammála um ágæti Hafró og lýstu jafnframt ánægju með þá starfsemi sem rekin er í Ólafsvík. Að sjálfsögðu mætti þó bæta við hana með fjölgun starfs- manna og fjölgun rannsókna en allir eru sammála um að Breiðafjörðurinn er sann- kölluð „gullkista”. Þá stóðu þau Jón og Svan- hildur Egilsdóttir starfs- menn Hafró í Ólafsvík að hinni árlegu og skemmti- legu sýningu á furðudýr- um úr sjávarríkinu í hús- næði FMB. Kl. 13.30 hófst keppni niður á höfn í hinum hefðbundnu keppnis- greinum þ.e. kappróðri og reiptogi sem reyndar eru farnar að breyta um svip þar sem trukkadráttur er orðin vinsæl grein. Þá var einnig keppt í fleka- hlaupi og lyftaraakstri og einnig fleiri skemmtilegum greinum. I kappróðri kvenna sigruðu hin- ar glæsilegu Kvótadrottningar en sú sveit saman stóð af þeim Haf- dísi Rán Brynjarsdóttur, Hörpu Finnsdóttur, Ingibjörgu Sumar- liðadóttur, Steinunni Báru Ægis- dóttur og Hermínu Lárusdóttur. Kvótadrottningar sigruðu einnig í trukkadrætti. I kappróðri karla sigraði sveit Sólarsports en það eru sætir og sólbrúnir strákar sem Gylfi Schev- ing hefur þjálfað. Þeir sigruðu einnig í trukkadrætti og unnu þar bæði peninga og bikar eins og stúlkurnar. Kl. 17.00 var farið í skemmti- siglingu á Svanborgu SH, Stein- unni SH og Agli SH. Þessar ferðir eru alltaf vinsælar en þarna fara margir í sína fyrstu sjóferð. Gott veður var allan laugardag- inn. Sunnudagurinn 6. júní rann upp. Hátíðarhöldin hófust í Sjó- mannagarðinum kl. 13.30. Ræðu- maður var Magnús Stefánsson fýrrverandi alþingismaður. Heiðr- aður var aldraður sjómaður, Rík- harður Jónsson og voru konu hans Ingveldi Magnúsdóttur færð blóm í tilefni dagsins. Kynnir í Sjómannagarðinum var Illugi Jón- asson skipstjóri. Hin frábæra Lúðrasveitin Snær lék bæði undan og eftir atriðum og erfitt er að hugsa sér Sjómannadag án henn- ar. Þá lék hún einnig fyrir skrúð- göngu til kirkju en þar hófst sjó- mannamessa kl 14.30. Sóknarpresturinn sr. Friðrik J. Hjartar predikaði en Eiríkur Gautsson útgm. á Linna SH og Stefán B. Birgisson vélstjóri á Ólafi Bjarnasyni SH lásu ritning- arorð sem sannir sjómenn í tilefni dagsins. Kirkjukór Ólafsvíkur söng og organisti var Kjartan Egg- ertsson. Þá sungu bæði Halldór Sigurðsson og dóttir hans Pálína bæði einsöng og með kórnum. Var þetta bæði skemmtileg og eft- irminnileg stund sem fjölmargir kirkjugestir áttu í Ólafsvíkur- kirkju. Um kvöldið kl. 20.30 hófst Sjó- mannahóf í Félagsheimilinu á Klifi og sóttu það 225 gestir. Eftir veislumat frá Gistiheimili Ólafs- víkur voru ýmis skemmtiatriði flutt. Halldór og Pálína sungu þar nokkur sönglög og var þeim klappað margoft lof í lófa og sungu þau mörg aukalög. Undir- leikari var Kjartan Eggertsson. Árný Bára Friðriksdóttir vélstjóra- frú flutti bráðskemmtilegt minni sjómanna og kom inná marga punkta í lífi sjómanna sem aðeins konur sjá. Einnig fluttu þeir gamanmál Sæbjörn Ásgeirsson skipstjóri og útgerðarmaður og Kristján Krist- jánsson framkvæmdastjóri og brást þeim ekki bogalistin frekar en áður. Þá tróð upp Þorkell Símonarson frá Görðum með frumsamið efni og var mjög góður. Laddi var einnig með skemmtiefni en hefur oft verið betri. Tvær sóma- konur voru heiðraðar þær Steinunn Þorsteins- dóttir og Björg Jónsdótt- ir. Risu gestir á fætur og gáfu þessum heiðurskon- um gott klapp. Björg flutti síðan ávarp þar sem hún þakkaði sjómönnum þennan heiður sem þeim var sýndur. Veislustjóri var hinn hógværi prentari í Steinprent Jóhannes Ólafsson og hafði hann góða stjórn á öllum endum. Að lokum voru þeir trillukarlar Gautur Hanssen eigandi á Kóna SH og Magnús Emanúelsson skipstjóri á Gunnari Afa kosnir til að sjá um næsta Sjómannadag árið 2000 og er þetta því „dagur” trillukarla. Hófið endaði svo með því að stuðbandið Saga Class hélt uppi miklu fjöri fram á mánu- dagsmorgun. PSJ. Magnús Hansson í naglaboðhlaupi á Sjómannadag 1983. Mynd: PSJ sS?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.