Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 38
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 36_______________________________ mánuði og allir fengu það sama“ segir Sumarliði. „Konurnar okkar tóku að sjálfsögðu þátt í þessu öllu með okkur og unnu kaup- laust við útgerðina lengi. Þær voru allar að vinna annarsstaðar og það má segja að þeirra kaup hafi bjargað okkur. Reyndar skömmt- um við okkur ennþá kaup þó að upphæðin hafi hækkað og við erum ekki launahæstu mennirnir á bátnum“ segja þeir. Steinunn SH 167 er glæsilegt sl<ip. Þar sem veiðiheimildirnar voru naumar þá kom að því að það varð að bæta við þær. Eins og áður sagði voru á Steinunni 450 tonn og þá kom skerðing á kvótanum og þær komnar niður í 300 tonn og það dugði ekki. „Þá kom það upp að okkur var boðið að kaupa Tungufellið SH ásamt Erlingi Jónassyni og það lagaði kvótastöð- una þó að það væri mikill pening- ur í þessu“ segir Brynjar. Reynt var að fá sem mest fyrir aflann og á línunni var landað í gáma og einnig á fiskmarkað þegar það var betra. Frekar að bjóða til tunglsins Utgerðin hjá þeim bræðrum gekk vel og þeir voru útsjónar- samir og fóru vel með alla hluti. Ekki spillti fyrir að þeir fengu góðan stuðning frá foreldrum sín- um og eiginkonum. Oft var fjöl- mennt í Sandholtinu hjá pabba og mömmu og vafalaust hefur lítið verið talað um annað en útgerðar- mál. Örugglega hafa ekki allir haft trú á að þetta gæti gengið upp hjá þeim bræðrum því miklar fjár- hæðir voru í spilinu og vextir háir á þessum tíma. En þeir voru eklíi af baki dottn- ir því nú bauðst þeim að kaupa tvo báta á einu bretti þá Garðar 11 og Gunnar Bjarnason. „Tildrögin að þeim kaupum voru þau að við pabbi vorum á leið í bæinn eitt sinn. Hann var þá á leiðinni að tala við Tryggva Agnarsson og Jón Atla Kristjáns- son en þeir voru að vinna að mál- um fyrir Ólafsvíkurbæ. Þá hafði bærinn keypt báða bátana og togarann Má SH af HÓ vegna mikilla rekstrarörðugleika og voru þeir að vinna að því að selja þá báða“ segir Brynjar. „Jón segir þá við mig hvers vegna við bræðurnir kaupum ekki báða bátana. Mér er þetta svo minnisstætt því að ég segi við hann að hann gæti alveg eins boð- ið mér til tunglsins því mér fannst þetta svo fráleit hugmynd. „Niðurstaðan af þessu samtali varð sú“ segir Brynjar „að farið var af stað og unnið að því að fjár- magna kaupin en kaupverðið var 305 milljónir. M.a. var farið í Sverri bankastjóra Landsbankans. Hjörvar Jensson var þá útibú- stjóri Landsbankans hér í Ólafsvík og bærinn samþykkti okkur sem kaupendur þannig að þetta gekk upp. Einnig kom aðstoð frá Byggðastofnun“. Útgerð á þremur bátum Þetta er haustið 1992 og þá eru þeir bræður komnir með þrjá báta í útgerð. Brynjar er með Gunnar Bjarnason og með honum eru Sumarliði og Ægir, Þór er hættur með Matthildi og er skipstjóri á Garðari 11 en Óðinn er með Stein- unni. Þar sem skuldirnar voru orðnar miklar var þá enginn beyg- ur íjjeim að reka þetta dæmi? „Á þessum þremur bátum var 1100 tonna þorskkvóti og tveir síldarkvótar ásamt öðrum tegund- um og þetta átti að geta gengið“ segja þeir bræður, „Við þurftum að fiska fyrir 275 millj. yfir árið og aflaverðmætið á Steinunni var yfir 100 millj. á ári þannig að þetta átti að ganga upp. Næstu áramót þ.e.. 92 og 1993 þá kemur enn ein skerðingin á kvóta og hann lækkar um 300 tonn hjá okkur og það setti að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn" Þeir bræður gera alla bátana út fram á haustið 1993 en þá leggja þeir Gunnari Bjarnasyni og færa kvótann yfir á hina bátana. Staðan var sú að þeir voru farnir að safna skuldum og m.a. var komin stór skuld við olíufélagið þeirra og það var eitthvað sem þeim bræðrum líkaði ekki og næstu skref voru tekin. Kristmundur Halldórsson og Laufey Eyvindsdóttir. Myndin er teltin um áramótin 1996- 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.