Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 75

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 75
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 73 Vörubílaárin á Hellissandi Fáir sem eklci til þefckja, geta ímyndað sér þann neista sem hljóp í mannlífið í Neslireppi utan Ennis á örstuttu tímabili eft- ir 1955. Fyrir þann tíma var mannlífið líka gott og í nokkuð föstum skorðum en við gætum líkt því við eld í eldavél sem hald- ið var við með mó og hann logaði svo sem ágætlega, en neistinn sem varð að þeim góða eldi sem nú lif- ir hófst með tilkomu Landshafn- arinnar í Rifi 1956, Utnesvegar 1957, byggingaframkvæmdum lóranstöðvarinnar á Gufuskálum sem hófust 1959 og lagningar vegar í Olafsvíkurenni 1963. Var eins og skipt væri yfir í olíu á eldavélinni og eldurinn varð stærri og bjartari en áður. Með tilkomu þessara framkvæmda og ekki síst hafnarinnar í Rifi hófst nýtt tíma- bil. Útgerðamenn, sjómenn og fiskverkendur voru fljótir að taka Eftir Inga Dóra Einarsson við sér enda örstutt á ein bestu fiskimið landsins. Þetta kallaði á meiri þjónustu og tóku menn líka fljótt við sér þar. Það var ekki nóg að koma með fiskinn að landi, þó mest væri um vert, það þurfti að koma fiskinum í hús til vinnslu og síðan áfram til neytenda og þar lögðust allir á eitt til að vel mætti takast. Vörubílastöð Heilissands stofnuð Sú stétt manna sem meðal ann- arra átti sinn blómatíma á árun- um 1957-1980 voru vörubílstjór- ar. Svo nátengdir voru þeir þjón- ustu við sjómannastéttina, að sjó- mönnum þykir ástæða að geta þeirra í blaði sínu, Sjómannadags- blaði Snæfellsbæjar og þá sérstak- lega þátt þeirra og samvinnu við sjómenn. Störfin gátu verið ansi fjöl- breytt. Yfirleitt var það þannig að hver bátur hafði sína föstu bíla og þannig mynduðust mjög sterk tengsl á milii vörubílstjóra og sjó- manna. Þessir föstu bílstjórar sáu einnig um flutninga veiðafæra o.fl. Sumir bílstjórar beittu á línu- vertíðinni við ákveðinn bát og í staðinn fengu þeir að aka bjóðun- um og fiskinum. En eftir því sem bátunum fjölgaði kom babb í bát- inn. Við biðum kannski eftir oklc- ar bát með netin og kostinn á pallinum, þá kom annar bátur að sem þurfti bíla í löndun en ekki var hægt að afgreiða hann strax vegna þess að við þurftum að bíða eftir okkar eigin bát. Af þessu sköpuðust nokkur vandræði og vildu vörubílstjórar leysa það mál. Þess vegna var Vörubílastöð Hell- issands stofnuð þann 6. mars 1965 og Jóhannes kaupmaður í Rifi fenginn til að stýra henni. I stuttu máli áttu allir bílstjórar að setja númer sem þeir fengu á prjón og sá sem var neðstur á prjóninum átti að fara í þann bát sem fyrstur kom inn til löndunar og þannig koll af kolli. Þannig var hægt að afgreiða bátana^á styttri tíma. Þetta gekk svona fyrir sig í nokkrar vikur en við hugsuðum bara elcki nógu langt. Það voru alltaf einhverjir óánægðir, sérstak- lega fiskverkendur og það voru jú Kristófer Snæbjörnsson. Skipaþjónusta Skeljungs CXs/:(f/n sijó/nöri/ii(/n o(£j/ö/'S'/:ijr/(/if/n /)c(/'/*(( ti//ia/ni/Hj/i/ /neo (/(ayi/t/i / Umboösmaður Skeljungs á Hellissandi, Rifi og í Olafsvík er Svanur Aðalsíeinsson Símar hjá Svani eru h.s. 436 6769 og farsími 852 4369. fax: 436 6950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.