Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 10
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 Svanhildur Egilsdóttir og jón Sóimundsson: A kajökum við Snæfellsnes sumarið 1999 Þegar kajak er nefndur dettur eflaust flestum Grænland í hug, enda er kajakinn upprunninn þar. Islenskir krakkar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að smíða sér fleytur svipaðar grænlenskum kajökum þótt þær hafi sjaldnast hentað til langra ferðalaga. Sumarið 1999 komumst við að því að kajakróð- ur er hinn skemmtilegasti ferða- máti sem hentar vel að sumarlagi við strendur íslands. Undirbúningur ferðarinnar Ahuga okkar á kajakróðrum má rekja til blaðagreinar eftir Vestfirðing nokkurn sem útbúið hafði byssu- stand á kajak og notaði hann svo til fuglaveiða með góðum árangri. Haustið 1997 keypti Jón sér kajak og fljótlega vorum við farin að hug- leiða kaup á öðrum í þeim tilgangi að nota þá til ferðalaga. Undirbún- ingur ferðarinnar sem við ætlum að segja frá hér hófst haustið 1998 og um veturinn spáðum við í hvert ætti að fara. Annarsvegar kom til greina að fara með kajak- ana á bílnum og róa stuttar ferðir út frá honum en með því móti mátti fara yfir meira svæði og velja úr skemmtilega staði. Hinn möguleikinn, sem reyndar varð fyrir valinu, var að róa inn Breiða- ijörð og enda á Osi á Skógar- strönd en þaðan er Jón ættaður. Vorið notuðum við til æfinga og undirbúnings. Mikill tími fór í að velja hentugan búnað því allt þurfti að vera sem léttast og taka sem minnst pláss. Sérstakt göngu- tjald keyptum við, lítinn prímus og allskyns viðleguútbúnað. Haldið af stað Upphaf ferðarinnar var ákveðið föstudaginn 16. júlí 1999. Þá um morguninn var ágætis veður og við ráðgerðum að leggja af stað kl. 15:00 frá Brimilsvöllum um 6 km innan við Ólafsvík. Ástæðan fyrir nessu vali var sú að við vorum túin að róa svo oft frá Ólafsvík að Vallnabjargi í æfingaferðunum að okkur fannst óþarfi að fara þá leið eitt skiptið enn. Klukkan 15:00 var há fjara og ætluðum við að láta aðfallið létta okkur róðurinn innúr. Þá var hinsvegar kominn norðvestan kaldi þannig að við ákváðum að bíða. Er líða tók á daginn lægði og um kl. 19:00 vor- um við tilbúin að hefja róðurinn undir nákvæmu eftirliti nautgrip- anna á Brimilsvöllum sem sýndu brölti okkar mikinn áhuga. I upp- hafi leist Svanhildi eldeert á blik- una þar sem enn var töluverð undiralda. Þá var bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Fyrsti áfangi var að fara fyrir Búlands- höfða, en að sitja á haffletinum og horfa upp Búlandshöfða er stór- fengleg sjón. Er inn fyrir höfðann kom kíktum við á strandaða rekbauju Hafrannsóknastofnun- ar og fengum okkur súkkulaði og orku- drykk. Súkkulaði er góður orkugjafi, en í þessari ferð komst Svanhildur að auka- verkunum súkltulaði- áts, gífurlegur brjóst- sviði og það þrátt fyrir að hún væri með uppá- halds súkkulaðitegund- ina sína. Kostir ferðamáta sem þessa eru margir. Að líða áfram nær hljóðlaust, ráða eigin ferð- hraða og geta skoðað það sem manni sýnist er vitanlega mikill kostur. Fuglarnir gefa manni auga en það er ótrúlegt hversu nálægt þeim maður kemst. Vaðandi þorskur og kríur í sílisgerjum er ekki óalgeng sjón og hnísur og selir komu oft nálægt bátunum. Það sem í minningunni ber þó hæst frá þessum hluta leiðarinnar er sólsetrið sem unun var á að horfa. Róið fyrir Grundarfjörð Áfram rerum við og ráðgerðum að fara í land við Krossnesvita sem stendur í mynni Grund- arfjarðar, en þegar þang- að kom sáum við engan hentugan lendingarstað og héldum því áfram. Næsti áfangastaður var Melraldcaey og þar ætl- uðum við í land til að teygja úr oklcur og fá okkur að borða. Er þangað kom vandaðist málið því hvergi gátum við séð hentugan stað til að lcomast upp í eyjuna. Þá var annað hvort að róa ltringum hana og fmna lendingu eða að halda áfram yfir Grundar- fjörð. Yfir Grundarfjörð héldum við og komum um miðnætti í land neðan við sumarbústaði und- ir vestanverðu Eyrarfjalli, þá eklci í algjörri afslöppun. Bjarnarhafnarfjall í baksýn. Mynd: Jón Undir Vallnabjargi. Mynd: Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.