Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 14
12
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000
3egar maður horfir til
jalca, að fæðast á af-
skekktum sveitabæ og sjá
hér byggjast upp heilt
sjávarþorp og síðar bæjar-
félag.” Frá upphafi hafa
verið náin tengsl milli
Hellissands og Rifs, ekki
var heldur langt að fara til
Olafsvíkur en þar reynd-
ist Ennið hins vegar stór
farartálmi, til þess að
komast þar fyrir urðu Sjávariðjar,
menn að sæta sjávarföllum og það
gat auðvitað reynst erfitt, því
urðu tengslin við Ólafsvík mun
minni en við Hellissand.
Sjávarafiinn sem barst að landi á
Rifi var keyrður til vinnslu á Hell-
issand, þar sem bæði var frystihús
og saltfiskverkun.
Nýr Hamar
kemur á Rif
Kristinn rifjar upp fyrstu árin í
útgerðinni eftir að Hamar og Sax-
hamar voru komnir til sögunnar.
„Þá var engin fiskveiðistjórnun
heldur sótti bara hver sem betur
gat, reyndar voru ákveðin tak-
hf. ÍRifi.
mörk sett varðandi botnvörpu en
það var allt og sumt. Það var mjög
gott fiskirí hérna þá en allur veið-
ar- og tækjabúnaður var miklu
frumstæðari en nú. Þá var verið að
veiða með hamplínum og hamp-
netum og kúlur voru notaðar í
stað flotteina sem nú eru. A þess-
um tíma voru vertíðir sem stóðu
venjulega frá áramótum og fram í
miðjan maí en yfir sumarið var
hins vegar ekki eins mikill kraftur
í veiðunum, það var ekki fyrr en
með haustinu að farið var að
sækja stífar.”
Kristinn segir að mikið hafi ver-
ið um 40 til 50 tonna báta á þess-
um fyrstu útgerðarárum á Rifi og
Mynd: PSJ.
Hamar SH 224.
bendir á að tímabilið
frá 1960-1970 hafi
verið mikill blómatími
í útgerð. „Þá var verið
að veiða síld í miklu
magni og fjöldi báta
var smíðaður en svo
gerist það skömmu
fyrir 1970 að síldin
hverfur og þá er farið
að sækja meira í bol-
fiskinn og mörgum
síldarbátum var breytt
til að geta stundað þess háttar
veiðar. Það var einmitt um þetta
leyti, árið 1972, sem við ákváðum
að skipta Hamri út fyrir stærri
bát. Hamar var endurnýjaður með
kaupum á bát frá Raufarhöfn,
sem áður hafði verið á síldinni,
og það er sá bátur sem verið hefur
oklcar aðalmjólkurkú síðan,” segir
Kristinn. Árið 1974 skiptu þeir
bræður útgerðinni og Kristinn
keypti Hamar en Sævar hélt Sax-
hamri eins og áður sagði.
Kapphlaupið um fiskinn
Kristinn bendir á að með til-
komu slcuttogaraútgerðarinnar
upp úr 1970 þá hafi enn aukist
sóknin í þorskinn og þá hafi
menn farið að átta sig á að að-
gerða var þörf. „Þegar skipin
voru orðin þetta öflug og mörg
vítt og breitt um landið og veiðar-
færin auk þess mun betri en áður
hafði þekkst, þá átta menn sig á
því að takmarka þurfti sóknina.
Og það er ef ég man rétt fyrir
1980 sem farið er að setja á fisk-
veiðistýringu, loka álcveðnum
svæðum, takmarka veiðitímabilið,
setja á páskastopp og hrygningar-
stopp. Það var sett á ákveðið
sóknarmark þar sem bátaflotinn í
heild sinni fékk ákveðin kvóta.
Þetta kerfi reyndist afar óhag-
Þöklcum tjóðar viðtöfuir
á sýningarferð á Sncefettsnes í aprtt
Bílasalan Bílás, Akranesi
Söluumboð fyrir B & L og Ræsir hf.
Sími: 431 2622