Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 13

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Blaðsíða 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 11 Samstaða fjölskyldunnar og fengsæl fiskimið Viðtal við Kristinn )ón Friðþjófsson útgerðarmann á Rifi Hann er borinn og barnfæddur á Rifi. Hann ólst upp á hefð- bundnu sveitaheimili og varð vitni af því hvernig byggð fór að myndast umhverfis þennan eina sveitabæ á Rifi. Sjávarútvegur leysti landbúnaðinn af hólmi og á tiltölulega skömmum tíma varð til myndarlegur útgerðarbær, Rif, eins og við þekkjum hann í dag. Þessi bóndasonur tók virkan þátt í þessum breytingum frá upphafi og rekur nú útgerð og fisk- vinnslufyrirtæki á staðnum ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan hef- ur staðið vel saman um útgerðina og hefur reksturinn verið farsæll eftir því. Blaðamaður sótti heim Krist- inn Jón Friðþjófsson, útgerðar- mann á Rifi, og ræddi við hann m.a. um uppvaxtarárin þar, út- gerðina, kvótakerfið, fjölskylduna og áhugamálin. Kristinn er innfæddur á Rifi og er yngstur í hópi fjögurra alsystk- ina en að auki á hann tvo yngri uppeldisbræður. Foreldrar hans voru Friðþjófur Guðmundsson frá Selhól á Hellissandi og Halldóra Kristleifsdóttir frá Hrísum í Fróð- árhreppi. „Við bjuggum í eina húsinu hér á Rifi sem var þá til- tölulega afskeklctur sveitabær. Fjár- og kúabúskapur var stund- aður og það er afar eftirminnileg- ur þáttur í lífi mínu þegar ég var sendur með mjólk út á Hellissand þar sem ég gekk í hús og seldi mjólk á brúsum. Eg var því nokk- urs konar mjólkurpóstur og gegndi því starfi í mörg ár.” A árunum 1950-1960 verða verulegar breytingar á búskapar- háttum á Rifi, þá er byrjað á hafn- arframkvæmdum og vísir að út- gerð verður til á staðnum. Frið- þjófur og Halldóra seldu jörðina 1951 til ríkisins samkvæmt nýjum lögum um landshafnir, þar sem kveðið var á um að reisa skyldi fjórar svonefndar landshafnir vítt og breitt um landið, þar af skyldi ein rísa á Rifi. A Rifi voru mjög góð skilyrði til hafnargerðar frá náttúrunnar hendi. Fram að þeim tíma hafði verið hafnarað- staða í Krossavík utan Hellissands en hún varð aldrei góð. Og þegar vélbátaút- gerðin fór að ryðja sér til rúms var ljóst að aðstaðan á Hell- issandi dygði engan veginn og þá var haf- ist handa við hafnar- framkvæmdir á Rifi. Foreldrar Kristins, Friðþjófur og Hall- dóra, fengu áfram að nýta jörðina eftir að hún var seld en þau sneru sér síð- an, ásamt börnunum, fljótlega að útgerð jafnhliða búskapnum. Hamar og Saxhamar koma til sögunnar Ákveðin kaflaskil urðu í þessari fjölskylduútgerð árið 1960 þegar þeir feðgarnir kaupa 57 tonna bát, Hamar. Þeir bræðurnir réru sam- an og var Sævar bróðir Kristins Jóns, skipstjóri. „Ég fer síðan í Stýrimannaskólann 1962 og hlaut þaðan skipstjórnarréttindi tveim- ur árum síðar. I kjölfarið var keyptur annar bátur sem var tölu- vert stágjrri en Hatnar, þetta var 140 tonna bátur sem nefndur var Saxhamar og hann á Sævar en þann dag í dag“. Með tilkomu Saxhamars réru þeir bræður, Sæv- ar og Kristinn Jón á sitt hvorum bátnum. „Utgerðin hjá okkur feðgunum, og síðar bræðrunum, gekk ágætlega strax frá upphafi en þar réði miklu nálægðin við feng- sæl fiskimið. Það er ekki síst sú nálægð sem gerir staðinn svo góð- an, frá Rifi er stutt að sækja á miðin.” Kristinn segist alltaf hafa haft meiri tilhneigingu til að stunda sjóinn en að vinna við landbúnað, eins og hann ólst upp við á æskuárunum. Hann bendir á hve gífurlegar breytingar urðu á Rifi á tiltölulega skömmum tíma: „Við höfðum þetta allt fyrir sjón- um, svo ótrúlega byltingarkennt Þorbjörg Alexandersdóttir og Kristinn Jón Friðþjófsson á skrifstofu íýrirtækisins. Mynd: PSJ. Hamar SH 224 var keyptur í Rif 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.