Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 13

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 11 Samstaða fjölskyldunnar og fengsæl fiskimið Viðtal við Kristinn )ón Friðþjófsson útgerðarmann á Rifi Hann er borinn og barnfæddur á Rifi. Hann ólst upp á hefð- bundnu sveitaheimili og varð vitni af því hvernig byggð fór að myndast umhverfis þennan eina sveitabæ á Rifi. Sjávarútvegur leysti landbúnaðinn af hólmi og á tiltölulega skömmum tíma varð til myndarlegur útgerðarbær, Rif, eins og við þekkjum hann í dag. Þessi bóndasonur tók virkan þátt í þessum breytingum frá upphafi og rekur nú útgerð og fisk- vinnslufyrirtæki á staðnum ásamt fjölskyldu sinni. Fjölskyldan hef- ur staðið vel saman um útgerðina og hefur reksturinn verið farsæll eftir því. Blaðamaður sótti heim Krist- inn Jón Friðþjófsson, útgerðar- mann á Rifi, og ræddi við hann m.a. um uppvaxtarárin þar, út- gerðina, kvótakerfið, fjölskylduna og áhugamálin. Kristinn er innfæddur á Rifi og er yngstur í hópi fjögurra alsystk- ina en að auki á hann tvo yngri uppeldisbræður. Foreldrar hans voru Friðþjófur Guðmundsson frá Selhól á Hellissandi og Halldóra Kristleifsdóttir frá Hrísum í Fróð- árhreppi. „Við bjuggum í eina húsinu hér á Rifi sem var þá til- tölulega afskeklctur sveitabær. Fjár- og kúabúskapur var stund- aður og það er afar eftirminnileg- ur þáttur í lífi mínu þegar ég var sendur með mjólk út á Hellissand þar sem ég gekk í hús og seldi mjólk á brúsum. Eg var því nokk- urs konar mjólkurpóstur og gegndi því starfi í mörg ár.” A árunum 1950-1960 verða verulegar breytingar á búskapar- háttum á Rifi, þá er byrjað á hafn- arframkvæmdum og vísir að út- gerð verður til á staðnum. Frið- þjófur og Halldóra seldu jörðina 1951 til ríkisins samkvæmt nýjum lögum um landshafnir, þar sem kveðið var á um að reisa skyldi fjórar svonefndar landshafnir vítt og breitt um landið, þar af skyldi ein rísa á Rifi. A Rifi voru mjög góð skilyrði til hafnargerðar frá náttúrunnar hendi. Fram að þeim tíma hafði verið hafnarað- staða í Krossavík utan Hellissands en hún varð aldrei góð. Og þegar vélbátaút- gerðin fór að ryðja sér til rúms var ljóst að aðstaðan á Hell- issandi dygði engan veginn og þá var haf- ist handa við hafnar- framkvæmdir á Rifi. Foreldrar Kristins, Friðþjófur og Hall- dóra, fengu áfram að nýta jörðina eftir að hún var seld en þau sneru sér síð- an, ásamt börnunum, fljótlega að útgerð jafnhliða búskapnum. Hamar og Saxhamar koma til sögunnar Ákveðin kaflaskil urðu í þessari fjölskylduútgerð árið 1960 þegar þeir feðgarnir kaupa 57 tonna bát, Hamar. Þeir bræðurnir réru sam- an og var Sævar bróðir Kristins Jóns, skipstjóri. „Ég fer síðan í Stýrimannaskólann 1962 og hlaut þaðan skipstjórnarréttindi tveim- ur árum síðar. I kjölfarið var keyptur annar bátur sem var tölu- vert stágjrri en Hatnar, þetta var 140 tonna bátur sem nefndur var Saxhamar og hann á Sævar en þann dag í dag“. Með tilkomu Saxhamars réru þeir bræður, Sæv- ar og Kristinn Jón á sitt hvorum bátnum. „Utgerðin hjá okkur feðgunum, og síðar bræðrunum, gekk ágætlega strax frá upphafi en þar réði miklu nálægðin við feng- sæl fiskimið. Það er ekki síst sú nálægð sem gerir staðinn svo góð- an, frá Rifi er stutt að sækja á miðin.” Kristinn segist alltaf hafa haft meiri tilhneigingu til að stunda sjóinn en að vinna við landbúnað, eins og hann ólst upp við á æskuárunum. Hann bendir á hve gífurlegar breytingar urðu á Rifi á tiltölulega skömmum tíma: „Við höfðum þetta allt fyrir sjón- um, svo ótrúlega byltingarkennt Þorbjörg Alexandersdóttir og Kristinn Jón Friðþjófsson á skrifstofu íýrirtækisins. Mynd: PSJ. Hamar SH 224 var keyptur í Rif 1960.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.