Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 75

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2000, Page 75
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2000 73 Vörubílaárin á Hellissandi Fáir sem eklci til þefckja, geta ímyndað sér þann neista sem hljóp í mannlífið í Neslireppi utan Ennis á örstuttu tímabili eft- ir 1955. Fyrir þann tíma var mannlífið líka gott og í nokkuð föstum skorðum en við gætum líkt því við eld í eldavél sem hald- ið var við með mó og hann logaði svo sem ágætlega, en neistinn sem varð að þeim góða eldi sem nú lif- ir hófst með tilkomu Landshafn- arinnar í Rifi 1956, Utnesvegar 1957, byggingaframkvæmdum lóranstöðvarinnar á Gufuskálum sem hófust 1959 og lagningar vegar í Olafsvíkurenni 1963. Var eins og skipt væri yfir í olíu á eldavélinni og eldurinn varð stærri og bjartari en áður. Með tilkomu þessara framkvæmda og ekki síst hafnarinnar í Rifi hófst nýtt tíma- bil. Útgerðamenn, sjómenn og fiskverkendur voru fljótir að taka Eftir Inga Dóra Einarsson við sér enda örstutt á ein bestu fiskimið landsins. Þetta kallaði á meiri þjónustu og tóku menn líka fljótt við sér þar. Það var ekki nóg að koma með fiskinn að landi, þó mest væri um vert, það þurfti að koma fiskinum í hús til vinnslu og síðan áfram til neytenda og þar lögðust allir á eitt til að vel mætti takast. Vörubílastöð Heilissands stofnuð Sú stétt manna sem meðal ann- arra átti sinn blómatíma á árun- um 1957-1980 voru vörubílstjór- ar. Svo nátengdir voru þeir þjón- ustu við sjómannastéttina, að sjó- mönnum þykir ástæða að geta þeirra í blaði sínu, Sjómannadags- blaði Snæfellsbæjar og þá sérstak- lega þátt þeirra og samvinnu við sjómenn. Störfin gátu verið ansi fjöl- breytt. Yfirleitt var það þannig að hver bátur hafði sína föstu bíla og þannig mynduðust mjög sterk tengsl á milii vörubílstjóra og sjó- manna. Þessir föstu bílstjórar sáu einnig um flutninga veiðafæra o.fl. Sumir bílstjórar beittu á línu- vertíðinni við ákveðinn bát og í staðinn fengu þeir að aka bjóðun- um og fiskinum. En eftir því sem bátunum fjölgaði kom babb í bát- inn. Við biðum kannski eftir oklc- ar bát með netin og kostinn á pallinum, þá kom annar bátur að sem þurfti bíla í löndun en ekki var hægt að afgreiða hann strax vegna þess að við þurftum að bíða eftir okkar eigin bát. Af þessu sköpuðust nokkur vandræði og vildu vörubílstjórar leysa það mál. Þess vegna var Vörubílastöð Hell- issands stofnuð þann 6. mars 1965 og Jóhannes kaupmaður í Rifi fenginn til að stýra henni. I stuttu máli áttu allir bílstjórar að setja númer sem þeir fengu á prjón og sá sem var neðstur á prjóninum átti að fara í þann bát sem fyrstur kom inn til löndunar og þannig koll af kolli. Þannig var hægt að afgreiða bátana^á styttri tíma. Þetta gekk svona fyrir sig í nokkrar vikur en við hugsuðum bara elcki nógu langt. Það voru alltaf einhverjir óánægðir, sérstak- lega fiskverkendur og það voru jú Kristófer Snæbjörnsson. Skipaþjónusta Skeljungs CXs/:(f/n sijó/nöri/ii(/n o(£j/ö/'S'/:ijr/(/if/n /)c(/'/*(( ti//ia/ni/Hj/i/ /neo (/(ayi/t/i / Umboösmaður Skeljungs á Hellissandi, Rifi og í Olafsvík er Svanur Aðalsíeinsson Símar hjá Svani eru h.s. 436 6769 og farsími 852 4369. fax: 436 6950

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.