Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Síða 10
ar við Elliðaár, laxveiði og veiðiréttinda, þ.
á. m. afnota Æskulýðsráðs.
Síðla þetta sumar tók félagið við býlinu
Elliðavatni. Þá var í september og október sett
upp ný girðing norðan Rauðhóla frá Bugðu
og suður í vatnsveitugirðinguna um Gvend-
arbrunna, um li/j km að lengd, en vorið
eftir, 1964, var lokið við að setja vandað pípu-
hlið á girðinguna við Rauðhóla. Við þessar að-
gerðir hafði bæst við Heiðmörkina landssvæði
um 200 ha að stærð, og er hið friðaða svæði
innan Heiðmerkurgirðingar nú 2500 ha.
VII. BOÐUN NÝRRAR STEFNU
í ÍSLENSKRI SKÓGRÆKT
UPP ÚR 1930
I fyrsta hefti Ársrits Skógræktarfélags íslands,
1930—1932, birtist grein eftir Hákon Bjarna-
son, sem þá hafði nýlokið háskólanámi í skóg-
ræktarfræðum, fyrstur íslendinga. Titill grein-
arinnar var einfaldlega „Skógræktarmál". í
grein þessari segir m.a.:
„Til þess að „klæða landið“ höfum við
íslensku birki- og reynitrén ásamt gul-
víðiskjarrinu, en það er víst, að við getum
bætt fleiri trjátegundum í hópinn . . . Á Iíur-
ileyjum, sem liggja norður af Japan, vex
lerkitré (Larix kurilensis), og sennilegt er, að
það sé miklu heppilegra fyrir Island en sí-
beriska lerkið. Þar vex líka einhver sú
liarðgerðasta grenitegund, sem til er. Það er
rétt að geta þess, að loftslag hinna nyrðri
Kurileyja er miklum mun kaldara en á
íslandi, en þær eru af svipuðum uppruna og
álíka gamlar. . .
. . . Ef við siglum yfir Kyrrahafið í norð-
austur átt frá Kurileyjum, lendum við á
suðurströnd Alaska, sem einnig er mynduð af
basaltgosum, og þar er loftslagið víða alveg
eins og á íslandi. Þar eru vænir sitka- og
hvítgreniskógar og ýmsar aðrar trjátegund-
ir þrífast þar líka, sem vænlegt gæti orðið
að rækta hér.
Sé unnt að fá fræ frá þeim slóðum, er
svipar til Islands að veðurfari og jarðvegi,
þá aukast framtíðarmöguleikar islenskrar
skógræktar að miklum mun“.
I næsta hefti Ársritsins, 1933—1934, birtist
alllöng grein eftir sama höfund, og nefnist
hún „Framtíðartré íslenskra skóga“. Þar segir
m. a.:
„Eigi flutningur erlendra trjáa hingað til
lands að lánast, verður trjáfræið, samkvæmt
því sem áður er sagt, að koma frá þeim
stöðum, er hafa sem svipaðast loftslag og
ísland. Þegar fundnir eru skógi vaxnir stað-
ir, er hafa svipaða veðráttu og ísland, þá
má velja þaðan þær trjátegundir, sem lík-
legastar eru til að geta vaxið í íslenskri mold,
eftir því hvaða kröfur þær gera til jarð-
vegsins heima fyrir“.
Þá eru í greininni allítarlegar upplýs-
ingar um veðráttu og vaxtarskilyrði trjá-
gróðurs í suðvesturstrandhéruðum Alaska, og
taldar upp ýmsar trjátegundir, sem vaxa þar
við skilyrði, er virðast svipuð þeim skilyrðum,
sem hér ríkja.
í lok greinarinnar segir á þessa leið:
„Við íslendingar verðum að sækja fræ til
staða, sem liggja enn norðar en þeir, er norð-
menn hafa sótt til. Og sennilega verðum við
að fara að dæmi þeirra og senda mann eða
menn vestur um haf. Þótt það sé ærið kostn-
aðarsamt að fara kringum hálfan hnöttinn
eða lengra, munu það þó vera lítil útgjöld í
samanburði við það gagn, sem yrði af slíkri
ferð“.
Með þessum tveimur greinum, sem birtust í
fyrstu árgöngum Ársrits Skógræktarfélags ís-
lands, má segja að boðuð sé ný stefna i fs-
lenskri skógrækt. Eyrsta fræsöfnunarferð til
Alaska var svo farin sumarið 1945, að lokinni
síðari heimsstyrjöklinni, en þá tókst Hákon
Bjarnason skógræktarstjóri ferð á hendur til
þessa fjarlæga lands í því skyni að safna
trjáfræi og stofna til kynna við aðila, sem
síðar yrði haft samband við i framhaldi af
þessari fyrstu ferð.
Næsta fræ- (og græðlinga-) söfnunarferð var
farin síðari hluta sumars 1950 (Einar G. E.
Sæmundsen) og síðan hafa með nokkurra ára
millibili verið farnar á vegum Skógræktar ríkis-
ins fræsöfnunarferðir til Alaska og raunar fleiri
staða í vestanverðri Norður-Ameríku:
Jafnframt hefur verið leitað fanga á öðrum
8
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975