Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 16

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Page 16
Vinnuskólaunglingar við gróðursetningu austan í Sauðás sumarið 1951. Ljósm.: Gunnar R. Olafsson. Sauðatað borið í hverja holu og skarni ofan á síðsumars. Bil milli plantna í rás 1 m. Gróðursetningu með þessum liætti var haldið áfram á hverju ári næstu 5 árin, og voru störf- in unnin af stúlkum í Vinnuskólanum og starfsmönnum Skógræktarfélagsins. Gróðursett var sitkagreni, hvítgreni, bergfura, stafafura og viðja. Ennþá er of fljótt að dæma um það, hvort þessi aðferð tekur fram þeirri gróðursetningar- aðferð, sem nú tíðkast almennt á Heiðmörk, þ.e. að gera holu fyrir hverja plöntu og gróður- setja síðan með ríflegum áburðarskammti. XI. SKÓGARLUNDIR TENGDIR ÁKVEÐNUM NÖFNUM Vorið 1957 barst stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur bréf frá Magnúsi Kristjánssyni fyrrum bónda að Múla við Isafjarðardjúp, sem um árabil hafði stundað garðyrkjustörf, blóma- og matjurtaræktun í Reykjavík. I þessu bréfi er frá því skýrt, að Magnús og kona hans, Sesselja Sveinsdóttir, hefði ráðstafað 50 þúsund krónum til skógræktar í nágrenni Reykjavíkur. Magnús hafði nokkru áður haft orð á því við forráðamenn Skógræktarfélagsins, að hann hefði hug á að ljá lið íslenskri skóg- rækt á raunhæfan hátt, en til þess þyrfti hann að fá aðstoð aðila eins og Skógræktarfélags Reykjavíkur, þar eð hann sjálfur hefði ekki að- stöðu til þess að vinna slíkt verk með eigin höndum. Um þetta leyti var í undirbúningi samninga- gerð milli Skógræktarfélags Reykjavíkur og stjórnar ríkisspítalanna um að fá Vífilsstaða- hlíðina inn í Heiðmörk, og óskaði Magnús eftir því, að umræddri fjárhæð yrði varið til þess að rækta skóg í Vífilsstaðahlíð. Honum virtist það einkar álitlegur staður, og svo nálægt Reykja- vík, að hann gæti fylgst með vexti og við- gangi hins væntanlega upprennandi skógar. Vífilsstaðahlíðin var komin innan Heið- merkurgirðingar vorið 1958. Valin var í sam- ráði við Magnús Iíristjánsson spilda, 5-6 ha 14 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.